Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 24
24 því að á þann hátt urðu færri til að skifta auð heimsins milli sín. (»Auðsætt að ekkert land græðir, nema annað tortímist,« hyggur Voltaire). Lífsskilyrði hverrar þjóðar var að sölsa það undir sig, sem unt var, af góðmálmunum, og að milli sem fæstra væri að skifta. Milli þjóðanna var því sífelt ólgandi öfundssýki og metnaður, og hið minsta tilefni gat kveikt í öllu saman og valdið ófriði. Móti þessari viðloðandi ófriðarkveikju, sem gullsóttin orsakaði, var þjóðmegunarfræð- in bezta vörnin, óx fram af áhrifum fræðikenningarinnar um »sjálfs- hagsmunina«, eins og henni þó var misbeitt, og hún misskilin. Því þessi vísindagrein kendi, að hver þjóð hefði beinlínis hag af velgengni þeirra þjóða, er hún ætti viðskifti við, og ennfremur a5 hún hefði mestan hagnaðinn af, að standa í sambandi við sem flestar þjóðir. Ekki þarf að gera grein fyrir. hve vel þetta hafi stutt og eflt friðar- hugsun þá, er Kristur hafði leitt inn í framþróunina og um leið aukið samkepnina. Eftir því sem þjóðmegunarfræðinni fer fram sem vísindagrein, stuðlar hún meir og meir að því, að útrýma leifum þeirrar trúar, að það væri hagsmunaleg og þjóðfélagsleg þörf, að hafa ánauðugan og þrælbundin flokk manna í þjóðfélaginu, er hafa þyrfti sem fótaskinn í annarra þarfir. Þess kyns trú, og þess kyns þrældómur hefir haldist við lýði í mótsögn við kristindóminn, einmitt af því hann hefir aldrei tileinkað sér bróðurhugsunina sem réttlætiskröfu. Mót leifum þessa heiðindóms er verkmannahreyfingin enn að berjast. Enn á öndverðri 19. öld var sú trúarsetning drotnandi í hagfræð- inni, að verzlun og iðnaður gæti ekki þrifist á annan veg, en að halda vinnulaununum svo lágum, sem unt væri. Nú er það talin staðreynd, að sú vinna, sem borguð er hæstu verði, borgi sig bezt. Prófessor Marshall talar um þessa staðreynd þannig, »að hún sé vonarríkari fyrir mannkynið, en hvað annað, er vér nú þekkjum.« Má það og auðsætt vera, hve lyftandi verkanir þessi skilningur má hafa á lífskjör og þróunarkjör mannlífsins. Og þjóðmegunarfræðin kannast við, að það sé hin skaðvænleg- asta eyðslusemi meðal þjóðanna, að líða »að menn, snillingar að vits- munum, slíti sér út í lágri stöðu, af því þeir séu af lágu bergi brotnir. Engin breyting mundi stuðla svo mjög að fljótum vexti í þjóð- megun, sem endurbætur á skólum vorum« (prófessor Marshall). Á hinn bóginn er þetta stórskref áfram til að kannast fyllilega við hina kristilegu bróðurhugsun. Og þetta stórstig hafa vísindin stigið. Á meðan trúvillan — með öðrum orðum : meðan hugvitsfrelsið — var stærst allra glæpa, og kirkjan tók upp þykkjuna og hafði dóms- valdið, var hegningin í orðsins fylstu merkingu djöfulleg. Sem eitt dæmi þess má telja það, að það var talin velgerð við trúvillumenn, að steikja þá við hægan eld, svo þeir hefðu nægan tíma til að afturkalla. En ef þeir gerðu það, voru launin æfilangt varðhald (tilskipun Friðriks II. 1224). Peim viðbjóðslega skilningi var blátt áfram haldið fram af kaþólskum klerkum, að trúvillumaður væri svo mikill glæpamaður, að hann hefði engan siðferðislegan rétt. Ekki var að búast við meiri mannúð hjá veraldlegu valdi. Allar miðaldimar út drotnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.