Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 9
9 Fýsumst hins at hætta; heim bjóöa mér dísir, sem frá Herjans höllu hefir Óðinn mér sendar; glaðr skal ek öl með Ásum í öndvegi drekka; lífs eru liðnar stundir, læjandi skal ek deyja. í fornum kvæðum kemur fram furðumikil óvissa um, hvort hinir dánu hafi farið til Heljar eða til Valhallar. í hinu sannheiðna kvæði um Hákon góða, Hákonarmálum, er hreystin ekki á eins háu stigi, eins og í dánaróði Ragnars. Par er konungur látinn heyra til valkyrjanna, sem ríða í lofti og kjósa hann og margar aðrar hetjur til að fara til Óðins: »Hví þú svá gunni skiptir Geir- skögul? vórum þó verðir gagns frá goðum.« — »Vasa sá herr í hugum, er átti til Valhallar vega« segir þar. Pað var ólíkt, hve miklu framar menn kusu að senda Óðni sálir fjandmanna sinna, heldur en að falla sjálfir sem fórn hans. Pungamiðjan í sambandi Óðins við mennina liggur ekki í öðru lífi, heldur í aðstoð hans í þessu lífi, í sáttmála þeim, sem gerður er milli hans og vina hans meðan þeir standa uppi hér á jörðu. Dýrkun Pórs og Óðins sem sérstakra verndargoða, á hverju sem gengur í lífinu, er ljós vottur þess, hve mjög menn hafa þráð að hafa persónulegan guð, er menn gætu borið traust til. Pað gat ekki hjá því farið, að úr því yrðu skærur í lífinu, hve mjög menn héldu fram dýrkun þessara tveggja guða. Sá, sem kaus sér I’ór að fulltrúa, mun í rauninni jafnan hafa afneitað mætti orða og ráðspeki; og dýrkendur Óðins munu hins vegar hafa álitið hina barnslegu trú á hamarshögg Pórs altof einfeldnis- lega fyrir sig. Andstæðurnar koma fram í sögninni um orustuna á Fýrisvöllum (um 980): Á undan orustunni blótaði Eiríkur kon- ungur Óðin, en Styrbjörn Svíakappi Pór; næstu nótt kemur hár maður til Eiríks og selur honum í hönd reyrsprota, og biður hann skjóta honum yfir lið Styrbjarnar; og þegar til orustu kemur og hann skýtur sprotanum, þá gýs upp svo mikið sand- rok í augu fjandmannaliðsins, að blindu slær á alla; með því hafði Óðinn gefið sínum vinum sigur. Svipað viðfangsefni liggur til grundvallar fyrir samtalskvæðinu Hárbarðsljóðum. Par er Óð- inn í dulargervi gamals karls látinn hafa hinn þrúðga en óþolin- móða Pór að skotspæni dynjandi háðglósa. Óðinn er guð höfð- ingja með andlegu atgjörvi, en hann getur ekki náð trausti hjá alþýðu manna. I hverri trúsögn um hann kemur fram óhugnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.