Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 9
9
Fýsumst hins at hætta;
heim bjóöa mér dísir,
sem frá Herjans höllu
hefir Óðinn mér sendar;
glaðr skal ek öl með Ásum
í öndvegi drekka;
lífs eru liðnar stundir,
læjandi skal ek deyja.
í fornum kvæðum kemur fram furðumikil óvissa um, hvort hinir
dánu hafi farið til Heljar eða til Valhallar. í hinu sannheiðna
kvæði um Hákon góða, Hákonarmálum, er hreystin ekki á eins
háu stigi, eins og í dánaróði Ragnars. Par er konungur látinn
heyra til valkyrjanna, sem ríða í lofti og kjósa hann og margar
aðrar hetjur til að fara til Óðins: »Hví þú svá gunni skiptir Geir-
skögul? vórum þó verðir gagns frá goðum.« — »Vasa sá herr í
hugum, er átti til Valhallar vega« segir þar. Pað var ólíkt, hve
miklu framar menn kusu að senda Óðni sálir fjandmanna sinna,
heldur en að falla sjálfir sem fórn hans.
Pungamiðjan í sambandi Óðins við mennina liggur ekki í
öðru lífi, heldur í aðstoð hans í þessu lífi, í sáttmála þeim, sem
gerður er milli hans og vina hans meðan þeir standa uppi hér á
jörðu. Dýrkun Pórs og Óðins sem sérstakra verndargoða, á
hverju sem gengur í lífinu, er ljós vottur þess, hve mjög menn
hafa þráð að hafa persónulegan guð, er menn gætu borið traust
til. Pað gat ekki hjá því farið, að úr því yrðu skærur í lífinu, hve
mjög menn héldu fram dýrkun þessara tveggja guða. Sá, sem
kaus sér I’ór að fulltrúa, mun í rauninni jafnan hafa afneitað
mætti orða og ráðspeki; og dýrkendur Óðins munu hins vegar
hafa álitið hina barnslegu trú á hamarshögg Pórs altof einfeldnis-
lega fyrir sig. Andstæðurnar koma fram í sögninni um orustuna
á Fýrisvöllum (um 980): Á undan orustunni blótaði Eiríkur kon-
ungur Óðin, en Styrbjörn Svíakappi Pór; næstu nótt kemur hár
maður til Eiríks og selur honum í hönd reyrsprota, og biður
hann skjóta honum yfir lið Styrbjarnar; og þegar til orustu
kemur og hann skýtur sprotanum, þá gýs upp svo mikið sand-
rok í augu fjandmannaliðsins, að blindu slær á alla; með því
hafði Óðinn gefið sínum vinum sigur. Svipað viðfangsefni liggur
til grundvallar fyrir samtalskvæðinu Hárbarðsljóðum. Par er Óð-
inn í dulargervi gamals karls látinn hafa hinn þrúðga en óþolin-
móða Pór að skotspæni dynjandi háðglósa. Óðinn er guð höfð-
ingja með andlegu atgjörvi, en hann getur ekki náð trausti hjá
alþýðu manna. I hverri trúsögn um hann kemur fram óhugnaður