Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 34
34
minnast landsins, hlýtur, ósjálfrátt, um leið að verða mitining
mannsins.
Jónas kemst svo að orði um ástand fósturjarðarinnar, að
hún væri
♦ viðjum reyrð og meiðslum marin,
marglega þjáð«,
og á þeim tímum var þetta ekki sagt um skör fram. Pað virtist
svo, sem þá lægi flest í kaldakoli, er til frama mátti verða landi
og lýð. Athugasnauð þjóð — og þeir menn, er eitthvað vildu
og þorðu, vildu hefjast handa, vóru einstæðingar; en það vóru
góðir drengir, er eigi létu hugfallast, en vóru þess búnir að
vinna fyrir ættjörðina. Peir sáu, hversu alt gekk á tréfótum,
»öllu snúið öfugt þó«
segir Jónas, en þeir létu það ekki fæla sig frá aðfinningum, þótt
þeim væri illa tekið; þeir vildu rísa öndverðir gegn ástandi því,
er landinu var haldið í. Jónas gekk skjótt í fylkingu þeirra
manna, er sett höfðu sér það markmið, að hefja hina íslenzku
þjóð, hefja hana upp úr andlegu og efnalegu volæði, gera
hana mentaða og frjálsa, sem hún fyrrum var, láta hana öðlast
hugmynd um það, að það var hún, ísl. þjóðin, sem átti landið, og
þessvegna yrði hún að notfæra sér gæði þess, neyta réttar síns,
ef hún vildi »lifa lengi í landinu«. Með öðrum orðum: Pessir
frumherjar okkar og beztu menn ætluðu hinni íslenzku þjóð
að brjótast aftur til ríkis á íslandi!
Og Jónasi og félögum hans tókst að gera mikið að — þeim
tókst að hefja þjóðina nær ótrúlega mikið, eftir því sem á horfð-
ist, þar sem við ramman var reip að draga: útlent vald og
innlenda deyfð. —
Það sem við erum nú á veg komnir, eigum við að ekki litlu
leyti að þakka Jónasi. I gegnum öll verk Jónasar skín eins og
skær stjarna hin heita ættjarðarást hans; hún var hans leiðar-
stjarna, það fyrsta og síðasta í athöfnum hans. Hvar sem komið
er að í ljóðum hans, verða menn hins sama varir: Frá því flögrar
hann, að því hverfur hann. Hann heyrði raddir, raddir, sem hon-
um fanst að mundu Hiræra klakabundinn stein«, raddir, sem
kváðu um
• horfinn þjóðaranda«.
En þó er hann svo bjartsýnn, að hann sér