Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 21
21
Öll þessi áhrif á andlega lífið samantekin höfðu það í för með
sér, að efasýkin um gömul trúarsannindi kirkjunnar magnaðist. —- En
samfara hverjum efa, hverri rannsókn, reis kirkjan upp með sínar
dauðasyndir. Brennur rannsóknarréttarins fengu ekki aftrað þessu.
Sálarástandlð var kvalafult. Hinn hreinlyndi maður átti valið milli efa
og örvæntingar. Og má af því skilja, að frumhugsun siðbótarinnar —
réttur hinna einstöku til að svara guði og samvizku sinni — hlaut að
færa sálunum óumræðilega blessunarríkan frelsiskraft. Fyrir því hlaut
það skýjarof, sem í fyrstu sýndist að eins gagnrof hjá einstöku mikil-
mennum, siðbótamönnunum, að kveikja þann eld, sem það gerði, svo
öll siðment Norðurálfu stóð í ljósum loga.
Hefði ekki hinn andlegi jarðvegur verið ruddur á þann hátt, sem
hér hefir verið á drepið, með þessari rannsakandi og leitandi andlegu
hreyfingu, hefði verk Lúters og Kalvíns verið niðurbælt með sömu
voldugu hendi, sem Albigensanna og annarra.
Frumhugtak sjálfrar siðbótarinnar var svo stórvægilegt og olli of-
miklum byltingum í hinum andlega heimi til þess, að það yrði skilið
og tíminn gæti fylgst með í þvf, og það ekki einu sinni sjálfir siðbóta-
mennirnir. Brátt kröfðust siðbótamenn, hver um sig, að hafa sinn
skilning, og í ýmsum löndum var þeim sið haldið, að láta veraldlegt
vald hegna villutrúarmönnum. Já um tíma leit ekki út fyrir annað en
að ofsóknirnar færu fram með sömu grimd og áður. En hugtakið
hafði þó lamað kúgunarandann, og samvizkufrelsið og andafrelsið varð
sigursælla. Sannleiksandinn komst í hásætið. Og með því var
grundvöllurinn lagður að æðri og göfugri framþróun í trúar, siðgæða
og menningar áttina.
Ahrif siðbótarinnar komu einnig í ljós utan þeirra landa, er hún
komst á í. Menn fóru sjálfir að hugsa, og losa sig undan kaþólsku
kirkjunni, svo að haftið á samvizku- og andafrelsi losnar og sannleiks-
andinn fær að ráða. Þessi andlega hreyfing ryður sér til rúms í lönd-
unum, og nær sér niðri í löggjöf þjóðanna.
Einhver undarlegur bleyðiskapur og tímavilla finst mér það vera,
að kalla ókristna menn »fríhyggjumenn«.
Ég skal nú fyrst leitast við að benda á, hvernig vísindaleg rann-
sókn með fullu hugsunarfrelsi, sem smátt og smátt vex fram af anda
og samvizkufrelsinu, hefir hjálpað kristninni til að skilja víðtæki boð-
orðs Jesú um kærleikann til náungans, og til þess að lifa betur sam-
kvæmt því.
f*að gat ekki hjá því farið, að sigur siðabótarinnar hefði kröftug
áhrif á mentunarstefnuna. Éað leið heldur ekki á löngu, áður vísinda-
legt viðfangsefni kæmi í ljós, er að víðtæki og tegund var fullkom-
lega nýstárlegt í mannkynssögunni. Árangurinn kemur smámsaman í
ljós með því, að lög og kraftar náttúrunnar finnast, sem að vísu ollir
skelfingar og mótmæla, en brátt umskapar bæði hugsunarháttinn, og
lifnaðarháttinn í Norðurálfunni. Áhrifin sjást á því, að trúfræðisandinn
rénar, ásamt trúarofstæki og ofsóknum, sem voru hans fylgifiskar, —
og því, að þverskallast við Jesú boði: »Dæmið ekki«. Og með þess-
um anda eru þá úr sögunni tveir stærstu glæpir kristninnar: trúar-
bragða-styrjaldirnar og trúarofsóknirnar. Eftir 1648 er trúarbragða-