Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Side 51

Eimreiðin - 01.01.1908, Side 51
5i 5. fó að Loðinn leppur með sínum mikla rosta héldi þvi fram, að alþingi mætti ekki setja sig á móti vilja konungs, þá er það engin sönnun fyrir því, að alþingi hafi ekki haft löggjafarvald. Pví fyrst og fremst er alls eigi víst að ummæli hans hafi verið í samræmi við skoðun konungs, og þó svo hefði verið, þá er ekki unt að byggja á því, hverju annar málsaðilinn kann að halda fram, þegar tveir deila um völdin, — ekki sjálfsagt að sá hafi ætíð rétt fyrir sér, sem frekastur er í kröfunum. Álit alþingis er hér miklu sterkari sönnun en álit Loðins lepps, og það bæði áleit, að það hefði enn löggjafarvald, og framfylgdi því líka í verkinu. Og það varð bæði Loðinn og konungur að gera sér að góðu, enda mun konungur aldrei hafa til annars ætlast. 6. Vér sjáum ekki, að rétt sé að saka herra S. G. um það, þó hann hafi notað hina íslenzku útgáfu af riti Jóns Sigurðssonar, þegar hann er að rita um málið á íslenzku, heldur að það hafi verið sjálfsagt. fví þar sem Jón Sigurðsson hefir sjálfur annast um íslenzku útgáfuna, þá er nægileg trygging fyrir því, að hugs- un hans komi þar óbrjáluð fram. Það er því auðsætt, að J. S. hefir með dönsku orðunum »der indfort ved speciel Lov« aldrei meint annað en »lögtekið þar sérílagi«. Hann mátti bezt vita, hvað hann meinti með þeim. 7. f*ar sem herra Orluf getur þess, að Island hafi áður en einvaldsstjórn komst á verið kallað »innlimað land« í bréfi Frið- riks III. 1649, þá ber þess að geta, að orðin »eins og í öðrum löndum, sem innlimuð eru ríkjum þessum« (lige ved andre disse Riger incorporerede Lande) má eins vel og öllu fremur skilja á þann veg, að Island sé ekki talið með hinum innlimuðu löndum, heldur aðeins farið fram á, að íslendingar sverji hollustueið og fylgi í því efni dæmi hinna innlimuðu landa, þótt Island sé ekki í þeirra tölu. En þótt ekki væri þessum skiluingi til að dreifa, þá getur hér ekki verið átt við nokkra aðra innlimun en þá, sem verið hafði frá öndverðu o: að landið laut sama konungi. Hinum hörðu orðum í garð herra Guðmundar Hannessonar ætlum vér honum sjálfum að svara, og látum því þess eins getið, að herra Orluf hefir tæpast þau gögn í höndum, að hann sé bær um að skera úr því, hvort ummæli herra G. H. eru sönn eða ekki. 9. Rúmsins vegna verðum vér að láta ummælum herra Orlufs um þjóðfundinn 1851 að mestu leyti ósvarað, þótt ekki skorti þar 4’

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.