Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Side 37

Eimreiðin - 01.01.1908, Side 37
37 Uppi yfir fjöllunum er þögull, heiðgrænn himinn. Kuldinn er bitur og nístandi, hjarnfönnin hörð og sindrandi. Undir snjónum hefjast upp hrikabelti ísþaktra, veðurbarðra kletta- hamra. Tveir risajöklar, tvær ægimyndir rísa sín hvoru megin út við sjóndeildarhringinn: »Ungfrúin« og »Finsteraarhorn«. Ungfrúin segir við nábúa sinn: »Hvað er í fréttum? Ihi ert betur settur til að sjá yfir það, sem gerist þarna niður frá.« þúsundir ára líða; — eitt augabragð! Og Finsteraarhorn svarar þrumandi: »Skýjaþyknið hylur jörð- ina; bíddu við! jþúsundir ára líða aftur; — eitt augabragð! »Og núna?« spyr Ungfrúin. »Nú sé ég frá mér; þarna niður frá er altaf eins . . . altaf sama málverkið. Pað er smágert og mislitt; vötnin blá, skóg- arnir dökkir, steinahrúgurnar gráar. Og kringum þessar hrúgur sjást altaf enn á kreiki þessi ljótu smákvikindi, þú skilur mig: þessi tvífættu smádýr, sem aldrei alt til þessa hafa getað peðrað þig eða mig.« »Mennirnir ?« »Já, mennirnir!« Túsundir ára líða; — eitt augabragð! »Og núna.?« spyr Ungfrúin. »Mér er nær að halda,« drynur Finsteraarhorn, »að það sjá- ist minna af smákvikindunum. Alt er nú ljósara orðið á litinn. Vötnin eru orðin minni um sig, skógarnir gengnir saman.« Og enn líða þúsundir ára; — eitt augabragð! »Nú er það ágætt,« segir Finsteraarhorn, »alt er orðið fag- urt, alt er orðið hvítt, hvar sem litið er yfir. Alstaðar er bless- aður snjórinn, rennisléttur snjórinn og ísinn. Tað er ágætt. Nú verður alt í kyrð. < »Guði sé lof,« svarar Ungfrúin. »En við erum víst búin að masa nógu lengi saman, karltetur! Nú er mál að sofa.« »Já, nú er mál að sofa.« Fjöllin heljarmiklu sofa, og himininn heiðskír og grænleitur sefur líka yfir jörðunni, sem sjálf er steinþögnuð um alla eilífð.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.