Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 62

Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 62
Ó2 þar sem hann er nú sjálfur dáinn fyrir nokkrum árum, og ekkert í því, sem neinum geti verið til meins. — Bréfið er frumritað á þýzku, en vér höfum snúið því á íslenzku. V. G. Ritsj á. EINAR HJÖRLEIFSSON: FRJÁLST SAMBANDSLAND. Ágrip af stjórnroáladeiJu íslendinga og Dana. Samið að tilhlutun Þjóðræðis- og Landvarnarblaða o. fl. Rvik T907. í riti þessu er í einkar glöggum dráttum lýst hinum helztu atrið- um í stjórnraálasögu vorri alt frá því, er landið gekk undir konung og fram til síðustu stundar. Er þar auðvitað nokkuð fljótt yfir sögu farið víða hvar og sönnunum og tilvitnunum slept. En bæði er að þetta var óhjákvæmilegt, ef ritið átti ekki að verða of umfangsmikið, enda líka nauðsynlegt til þess, að það gæti orðið nógu aðgengilegt fyrir alla alþýðu manna. Einmitt fyrir þetta hefir tekist að gera yfirlitið svo einkar greinlegt, að betri handbók er varla hægt að hugsa sér fyrir þá almúgamenn, sem þurfa að glöggva sig á þeim stjórnarfars- spurningum, sem nú eru efst á dagskrá þjóðarinnar. Og þess þurfa allir þeir, sem kosningarrétt hafa, og reyndar allir landsmenn yfirleitt, konur sem karlar, þar sem um er að ræða rétt og sjálfsstæði ekki að- eins núlifandi kynslóðar, heldur barna þeirra og niðja um ókomnar aldir. Ritinu var líka svo vel tekið, að fyrsta útgáfa þess seldist upp á örstuttum tíma og fengu færri en vildu. það hefir því orðið að prenta það upp aftur og munu því þeir, sem ekki tókst að ná í 1. út- gáfuna, nú geta fengið 2. útgáfuna — þó vér viljum engan veginn ábyrgjast, að hún sé ekki uppgengin líka, eða að minsta kosti verði það, ef menn láta lengi dragast að panta ritið. V. G. GUSTAV FREYTAG: INGVI KONUNGUR. Rvík 1906. Saga þessi er upphaf mikils sagnaflokks, sem heitir »Ættbálkur- inn« (»Die Ahnen«) einu nafni, og er þar rakin saga s^ttar einnar þýzkrar frá miðri 4. öld og alt til vorra daga. En í raun réttri er sagnabálkur þessi einskonar menningarsaga Þjóðverja alt í frá forn- eskju, klædd í skáldlegan sögubúning, og er því við brugðið, hve höf. hafi tekist vel að lýsa aldarhætti og menningu þjóðarinnar á ýmsum öldum. »Ingvi konungur« ber mikinn keirn of fornsögum vorum, enda er auðséð, að höf. hefir óspart haft þær fyrir augum og notað margt úr þeim. Sjálft söguefnið er fremur lítið, en þó hugðnæmt það sem það er. Aðalatriðið er lýsingin á aldarhættinum, sagan sjálf aðeins umgerð um þá lýsingu. þýðingin er eftir Bjarna Jónsson frá Vogi og er hún snildarlega af hendi leyst, málið á henni svo hreint og fallegt, að nautn er að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.