Eimreiðin - 01.09.1909, Page 7
167
96 dúkata fyrir málverkið, og að auki 6 dúkata fyrir léreftið, sem
á var málað, að því er tekið er fram með berum orðum.
Spænski málarinn mikli Velasquez (1465—1523) gat ekki þrif-
ist öðruvísi en sem hirðmálari, og varð að mála sæg af mynd-
um, sem hann var dauðleiður á, til þess að geta einstöku sinn-
um skótist til að mála það, sem hann langaði til að fást við.
En — hefðu ekki bæði hann, Tizían, Holbein (1497—1543),
Rúbens (1577—1640) og Van Dyck (1599—1641) staðið í sam-
bandi við æðstu höfðingja þjóðanna, þá hefðu þeir ekki málað þær
myndir af helztu mönnum sinnar aldar, sem oss þykir svo mikið
til koma. I lægri stéttunum hefðu þeir ekki á þeim tíma fundið
jafneinkennilega menn, í rauninni eingöngu »týpiskar« persónur.
Við verðum því að sætta okkur við, að þeir hafa oft málað fyrir
daginn og veginn, eins og Rúbens gerði fyrir Hinrik IV.
En þegar við hverfum frá þeim listamönnum, sem báru gæfu
til að komast undir verndarvængi höfðingjanna og njóta þeirra
að staðaldri, hve margir af hinum mestu snillingum urðu þá ekki
seint eða snemma að sæta þeim örlögum, að veslast upp í ör-
birgð og volæði.
Hver getur gleymt örlögum Rembrandts (á Hollandi, 1606
—69)? Harla lítil var sú borgun, er hann, jafnvel meðan bezt
lét, fékk fyrir þær myndir, sem nú eru í svo háu verði, að hver
einstök þeirra er meira virði en alt, sem Rembrandt fékk fyrir öll
listaverk sín um æfi sína alla. Sumar, t. d. »Næturvörðinn«, er
meira að segja ómögulegt að verðsetja nú orðið, því stjórn Hol-
lendinga mundi ekki vilja selja þær, hvað sem í boði væri, enda
gæti hún aldrei látið slíkt um sig spyrjast. Á efri árum sínum,
þegar list hans var ágætust, gekk hann svo »úr móð«, svo að mál-
arar, sem ekki verða nefndir í sömu andránni og hann, voru teknir
fram yfir hann. Hann varð þá að selja alt, sem hann átti, og dó
í mestu örbirgð og volæði.
Þó að miklar séu framfarirnar frá því, sem var á hans dög-
um, og margt hafi breyzt til batnaðar, sem vér eigum einkum að
þakka félagi því, er vér höfum þann heiður og gleði að sjá hér
í dag, — þá er þó enn eitt, sem aldrei verður úr bætt með
neinni nýrri löggjöf, hin rótgróna heimska mannkynsins.
Samtíðarmenn snillinganna geta ekki metið þá, sem vert er.
Pó að Voltaire (1694—1778) seinna meir yrði auðugur, þá
varð hann það ekki af ritum sínum, jafnmikið og þó seldist af