Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 12

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 12
172 og fólk vill flest, og hver sá listamaður, sem ekki bindur bagga sína sömu hnútum og samferðamenn, á í vök að verjast, — jafnvel í framtíðarlandinu Ameríku, þar sem Edgar Allan Poe (1809—49), ef til vill hinn frumlegasti höfundur landsins, dó í örbirgð og volæði. Við sjáum þessvegna höfunda svíkja og selja sannfæringu sína, til þess að geta lifað. Aftur eru aðrir, sem leggja heilsu sína og næði í sölurnar fyrir verk, sem þeir hafa ekkert upp úr nema frægö eftir dauðann. Pegar jafnmikill grúi er út gefinn af bókum, eins og nú er orðið títt, er samkepnin orðin svo mikil, að bæði þarf afl og auðnu, til þess að verða ofaná. Illviljuð gagnrýni rýrir ekki aðeins alitið, heldur einnig tekjurnar. Réttsýn og réttmæt ritsjá er ann- ars að hverfa, einkum í blöðum stórþjóðanna. Ritsjáin fer kaup- um og sölum, eins og auglýsing, sem nær æ fastari og fastari tökum á almenningi, og þeir, sem eru of stoltir til að nota slíka aðferð, bíða af því mikinn hnekki. Flóðbylgja múgsmekksins fer hækkandi, og sá, sem ekki lætur berast af henni, má gá vel að sér, ef hann á ekki að drukna. Alþýðusmekkurinn gerir, að það er orðið óþakklátt verk, að framleiða framúrskarandi ágætisrit. Öll lagavizka og öll viðleitni Alþjóðafélagsins geta því aldrei látið tekjur listamanna og vísindamanna samsvara því, sem verk þeirra eru í sjálfu sér verð. Alþýðleg rit, t. d. skáldsögur og gamanleikar, munu ávalt gefa meira af sér, en þau rit, sem hærra stefna, Ritsnildin, sem þó alt veltur á í listinni, verður aldrei borguð. Hrein vísindi munu aldrei gefa jafnmikið af sér, eins og þau vísindi, sem færð eru í alþýðlegan búning, eða þannig notuð og framsett, að þau verði almenningi að gagni. Hið ágætasta getur ekki í neinni grein orðið launað með peningum, heldur með sæmdinni einni. Og því meiri sem menningin verður, því rétt- látara kemur sæmdin niður. Og þó er jafnvel ekki sæmdin beztu launín, ekkí einu sinni þó hún birtist í lofi þeirra, sem bezt hafa vit á. Hin beztu og eiginlegu laun hvers höfundar eru sjálft verkið, sem hann hefir framleitt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.