Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Side 13

Eimreiðin - 01.09.1909, Side 13
•73 Rífleg læknisborgun. Mörgun þykja læknarnir dýrseldir á íslandi, enda fátækum oft erfitt að greiða þeim fulla borgun. En sannleikurinn er þó sá, að leitun mun á eins ódýrri læknishjálp í heiminum eins og á íslandi, enda er það landssjóður, sem þar greiðir læknunum meginið af tekjum þeirra. í öðrum löndum fá frægir læknar oft svo háa borgun, að mörg- um íslendingi mundi liggja við sundlun af að hugsa til svo dýrkeyptrar læknishjálpar. í’annig hefir húslæknir hins ameríska miljónaeiganda Baldwins síðustu 12 árin fengið samtals um 350,000 kr. sem borgun hjá þessum eina manni. Meðan Játvarður VII. Bretakonungur var ríkiserfingi eða prins af Wales, fékk dr. Wenner 180,000 kr. borgun fyrir að vera daglega til taks fyrir hann í tæpar 4 vikur, meðan prins- inn var veikur. Og sömu borgun fékk annar læknir, Sir Wiliiam Gull, sem 1871 frelsaði líf prinsins, er hann lá hættulega veikur í taugaveiki. Læknirinn, sem stundaði Játvarð konung árið sem hann tók konung- dóm, fékk 360,000 kr. borgun fyrir ómak sitt. Og Alexander III. Rússakeisari greiddi prófessor Zacherine frá Mosków 270,000 kr. fyrir aðeins tveggja daga læknishjálp. Enski læknirinn þjóðkunni, Mackenzie, sem stundaði Friðrik í'ýskalandskeisara í hans löngu sjúkdómslegu, fékk 360,000 kr. Aftur fengu þeir læknar, sem stunduðu Victoríu Bretadrotn- ingu skömmu fyrir andlát hennar, ekki nema 36,000 kr., og virðist það ekki nema lítils háttar þóknun í samanburði áður nefndar upphæðir. Þegar hinn ameríski miljónaeigandi Wanderbilt hérna um árið fór fram á það við lækni sinn, að hann fylgdist með honum í langferð, sem hann átti fyrir höndum, svaraði læknirinn, að hann hefði 36,000 kr. tekjur af lækningum sínum um vikuna, og hann vildi því ógjarnan fara með Wanderbilt. En — bætti læknirinn svo við —, ef Wanderbilt vildi auk alls ferðakostnaðar borga honum 360,000 kr. í laun, þá skyldi hann fara ferðina með honum. — Hinn blindi læknir dr. Gale, sem einu sinni læknaði auðugan Englending, er þjáðist af fótarmeini, fékk 900,000 kr. fyrir ómak sitt. En hæst hefir þó enski læknirinn dr. Browning komist, er hann fékk 3,600,000 kr. fyrir að lækna amerískan auðkýfing. Persakeisari, sá er slðast ríkti á undan þeim, sem nú er, borgaði dr. Halezowski 90,000 kr. fyrir að lækna augnamein, sem einn af sonum keisarans þjáðist af. Og stjórn Bandaríkjanna stakk 135,000 kr. ávísun að lækni þeim, sem fylgdist með Mac Kinley forseta eftir banatilræðið í Buífaló. Auðvitað eru þau læknislaun, sem hér hafa verið talin, svo gífur- leg, að enginn samjöfnuður kemst að við það, sem alment gerist. En þau sýna, hve dýrt þeir menn meta heilsuna, sem ekki þurfa að horfa í skildinginn. Enda verður og lítið úr ánægjunni og nautninni af peningunum,. ef heilsuna vantar. V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.