Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 16

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 16
176 er það,« gall amma gamla fram í, »þvl nú er ég orðin níræð og hefi ég þó alla mína daga drukkið kaffisopann minn á við hvern annan.« Óskiljanlegt. Frú f’órunn: »Mér er i sannleika óskiljanlegt, hvernig fólkið á Frakklandi fer að því að skilja hvað annað.« Frú Sigríður: »Hvað eigið þér við?« Frú Þórunn: »Jú, sjáið þér, góða frú Sigríður, báðar dætur mínar tala frönsku, en þó skilur hver þeirra um sig aldrei eitt orð af því, sem hin segir.« Auðvitað. »Kyssir hann pabbi þig, mamma, af því honum þyki vænt um þig?« spurði Nonni litli mömmu sína. »Auðvitað, hjartað mitt; því skyldi hann annars vera að kyssa mig ? « »Nú, þá þykir honum líka vænt um hana Stínu eldabusku, því þegar þú varst farinn til kirkjunnar á sunnudaginn var, sá ég hann ky.ssa hana tíu kossa.« Ákveðinn g’jalddag'i. Enskur stjórnmálamaður, sem var mjög skuldugur, bauð áleitnum skuldunaut sínum að borga honum hvern eyri, ef hann aðeins samþykti, að hann mætti sjálfur tiltaka gjalddagann. f’ví hét skuldunauturinn og var það vottum bundið. Stjórnmálamaður- inn kvaðst þá ætla að tiltaka — daginn eftir dómsdag. Ekki hættulaust. Leikritahöfundurinn: »Segið þér mér nú alveg hreinskilnislega, hvernig yður lízt á nýja leikritið mitt.« Ritdómandinn: »Nei, það megið þér ómögulega spyrja mig um. Þér verðið að gá að því, að þér eruð svo miklu stærri og sterkari en ég.« Gátan páðin. A: »Það einkennilegasta við hann er, að hann gerir æfinlega svo mikið úr hlægilegustu smámunum, sem eru einskis virði.« B: »Nú, þá fer maður að skilja, hvers vegna hann hefir svo háar hugmyndir um sjálfan sig.« Ekki Ólíklegt. Gunna litla: »Gætir þú ekki sýnt þig á leik- sviði sem kraftaskessu, mamma?« Móðirin: »Hvernig í dauðanum dettur þér slíkt í hug, anginn minn ? « Gunna litla: »Jú, þvi þú sagðir í gær, að þú gætir vafið hon- um pabba um litla fingurinn á þér.« í blóra VÍð mýsnar. Imba litla (sem stendur á bakinu á bróður sínum, til þess að ná upp á búrhilluna): »Hvað á ég svo að taka? Kökumar eða sætuhlaupið ?« Nonni litli: »Taktu heldur kökurnar, því það er ekki víst, að mýs éti sætuhlaup.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.