Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 18

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 18
178 »Já, elsku vinur, konan þín er alveg makalaus! Hún verður fallegri og fallegri í hvert skifti sem ég sé hana. Segðu mér nú hrein- skilnislega: Ertu ekki hræddur um hana, þjáist þú ekki af afbrýði?* Húsbóndinn: »Ónei, því sjáðu — mér er óhætt að trúa þér fyrir því — ég sé, okkar á milli sagt, svo um, að hér komi aldrei neinn á heimilið, sem kvenmanni, sem hefir nokkurn snefil af heilbrigðri skynsemi og sæmilegan smekk, gæti komið til hugar að verða ást- fangin í.« Á Brimavöllum. Dagur blikandi fjaðrir fellir, flýgur áfram til betri landa. Nóttin rekkjunni’ í hafið hellir. Haustið kallar um eyðigranda: Vinnumaður minn hefjist handa, Kári brýzt fram á Brimavelli, blístrar stökur úr gömlum óði, hvetur ljáinn með hörðu svelli, höggið reiðir af jötunmóði, hvissar undir með ægihljóði. Geisar sprettótt að gamni sínu, glennir sig yfir víða flóa; özlar teiginn í einni brýnu; eigi hefir hann skára mjóa. Ljáin gusast á báða bóga. Síðan heldur hann heim af teigi hægaganginn um fjörusanda. Opnar himininn dyr að degi. Drynur haustið um eyðigranda: Unnið hefur þú vel að vanda. * * *

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.