Eimreiðin - 01.09.1909, Side 23
IS3
hjá mörgum ef til vill nærri óafvitandi, en hjá mörgum aftur vís-
vitandi — að komast fjær og fjær Dönum, losna við þá sem
mest verða mætti í öllum greinum, svo að við loks gætum skilið
við þá að fullu og öllu, orðið óháðir Islendingar sem fyrrum, sjálf-
stæð þjóð í fullvöldu ríki — þjóðveldi.
Konungssamband við Danmörku er Islendingum ekki neitt
takmark; það gæti aðeins verið meðal eða millistig. Þegar farið
var að semja við Dani, var rétt að Islendingar krefðust þess eins,
með því að þar er fullveldisrétturinn trygður í fylstum mæli og
ótvíræðastur, ef um samband ríkja í þeim efnum er að ræða. En
er nú Danir hafa neitað að viðurkenna þenna rétt okkar, þá ber
okkur eigi framar að leita samninga við þá, heldur stefna sem
beinasta leið frá þeim.
Takmarkið er skilnábur. Annað getur það ekki verið. — —
Hvernig eru þá horfur þessa máls undir nýju stjórninni?
Til þess að gera sér grein fyrir þessu, verður að geta nokk-
uð framkomu nýja ráðgjafans, Björns Jónssonar, gagnvart Dönum,
meðan hann stóð hér við.
Pegar á fyrsta og öðrum degi tóku blaðamenn að streyma
heim til hans og spyrja hann spjörunum úr; deildaforsetarnir kom-
ust meir hjá þeim. Hann var líka til í tuskið og sat heilan og
hálfan á skrafi við blaðasnápana. Samtölin vóru að koma út
nærri alla vikuna í fjölda blaða.1) Kvaðst hann þar t. d., eftir því
sem haft var eftir honum, aldrei hafa skrifað eitt óvildarorð í garð
Dana og Danaóvild þektist nú ekki á íslandi; sér þætti einmitt mjög
vænt um Dani og sama væri að segja af öðrum löndum sínum.
Kalagreinar í »ísafold« í fyrra sumar, er beinst hefðu gegn Dön-
um, hefði hann sjálfur ekki séð — þar sem hann hefði verið
fjarverandi, er þær komu út — fyr en hann las um þær í dönsk-
um blöðum; hefði þær skrifað ungæðisfauti einn eður angurgapi
(»ungt Brusehoved«), er eigi hefðu verið gefnar nægar gætur!
Yfir þessari syndajátningu hlökkuðu Danir í öðru orðinu, en
þótti í hinu sem ráðgjafaefni Islendinga hefði gert harla lítið úr
sér. Töldu þeir hann mundu ekki þora annað, er hann kom til
') Viðvíkj. því, sern sagt er hér á eftir um »blaðamannasamtölin« (B. J. og
Kr. J.) sjá t. a. m. höfuðborgarblöðin: Nationaltid. 29/3 og (kvöldbl.) 30/3; Politiken
WI9Í Ekstrabladet 30/3f 31/3 og J/4; Vort Land 31/3; Kobenhavn x/4; Kristel. Dag-
blad ^/4; Bcrl. Tid. (kvöldbl.) 31/3: Dannebrog 31/3 og J/4.