Eimreiðin - 01.09.1909, Page 26
vera aðeins 2 eða 3 menn, er hölluðust að skilnaðarstefnunni.
Petta mun vera algerlega ósatt. Báðir þessir garpar — en ekki
H. P., er tók það viturlega ráð að tala sem minst við bláðasnápa
— tilkyntu loks hér, að það væru aðeins »ábyrgðarlausir«
menn, er um skilnað töluðu á Islandi. Heldur sómasamleg um-
mæli, er B. J. mun hafa lært af fyrirrennurum sínum í stjórninni.
Ekki væri furða, þótt mönnum yrði á að spyrja, hvar þetta
mundi lenda, ef stjórnir landsins hvor fram af annarri fara að telja
sér skylt, að afneita því, sem er mergurinn málsins.
Og er það ekki gremjulegt að heyra B. J. vera að bera slík-
an þvætting í Dani sem það, að Islendingar mundu ekki vilja
gerast þjóðveldi (»Fristat«), þótt þeim væri boðiðþað; »þeir gætu
ekki borið það,« segir hann, — en hvar eru sannanirnar fyrir
því? Og hefir ekki einmitt B. J. síðustu árin barist með öðrum
gegn þessum óviðurkvæmilegu »yfirlýsingum« Islendinga við
Dani?
En ætli B. J. hugsi ekki helzti lítið út í það, sem hann er að
ganga að ? Efla »sambandið« — þar sem »okkar dönsku bræður
eru þeir beztu menn að vera með?« Jú, jú! En eru honum ljósir
þættir sambandsins? Menningarlegir, efnalegir og stjórnlegir þættir
eru þar. Og alla ber okkur að forðast. Hin einhliða dönsku
menningaráhrif eru þjóðlífi okkar óholl; við eigum að læra að
leita menningar einnig til annarra þjóða. Af hinu efnalega sam-
bandi stafar okkur tjón og hætta. Menn kannast við verzlunar-
viðskiftin, óþarfa millimennina dönsku; og nú er Danmörk t. d.
það land, er einna verst hefir orðið úti í fjárkröggum þeim, er
gengið hafa um heiminn síðustu ár, og þess vegna eru lán þar
óhæfilega dýr; en af því súpum við líka seyðið. Og við erum
ekki búnir að bíta úr nálinni. Pess vegna er okkur það lífsskil-
yrði að losa hér um sem mest má verða. Stjórnlega eða pólitiskt
er það kunnugra en frá þurfi að segja, hve »hátt« Danir standa
og við ættum að minsta kosti að vera því kunnugir, hvernig dönsk
áhrif hafa verkað á suma stjórnmálamenn okkar.
Samband þetta er því »af hinu illa«, en ekki það, að vinna
að því, að það losni. B. J. getur, að minni hyggju, aðeins
á einn hátt (haldi hann áfram að vera ráðgjafi) bætt yfir afbrot
það, er hann hefir gert sig sekan í gagnvart íslenzku þjóðinni með
ofskrafi sínu, sem sé með því, að breyta gagnstætt því, er hann