Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 30

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 30
skoðun Pingvallafundarins, svo sem orð samþyktarinnar bera ljóst vitni um. Að tala um og fást við þetta, er því svo sjálfsagt sem nokkuð getur verið, en samt getur í'í’jóðólfur* (n. júní) ekki stilt sig um, enda þótt hann afneiti ekki allskostar skilnaðartak- markinu, að kalla það »drengjalegt« (ójá, karlinn, vitur löngum og orðheppinn!). Hann var þó þeirra á meðal, er aðhyltust nefnda samþykt, en virðist að öðru leyti hafa fengið það í vöggu- gjöf að vera stjórnarblað og er því ekki altaf allsgáður. Engan þarf að furða á því, þótt »Lögrétta« og »Reykjavík« (svo að aðeins sé rætt um Rvíkurblöðin) telji skilnaðarhugmyndir bábiljur; það hafa þau blöð löngum gert. En að sjálfstæðismenn láti blöð sín traðka það niður, sem þeir eiga að lifa á, má kynstr- um sæta. Og engin von er um, að flokkurinn lifi lengi í landinu, nema hann læri að þekkja, hvað til síns friðar heyrir. — Góðir menn úr meirihlutanum hafa sagt, að ekki þyrftum við að vera að tala um skilnað á þenna veg —- »ekki hafi Norðmenn gert það«. En þetta er á ærnum misskilningi bygt. Norðmenn, sem áratugum saman töluðu varla um annað í stjórnmálum, margir hverjir, en að losast sem mest, og að fullu, við Svía! Eeir töluðu og þeir unnu, stefndu að ákveðnu marki. Sama verðum við að gera, ef okkur er alvara í því, að verða »sjálfstæðir«. Á hinn bóginn má gæta þess, að ekki hefði verið byrjað á því að eggja sjálfstæðismenn lögeggjan, í skilnaðarmálum, ef ekki hefði verið riðið svo illa úr hlaði, undirstöðuatriðinu afneitað, svo að hætta vofði yfir, að kæft yrði það, sem ávalt átti að leika í ljósi, og þjóðin þannig blekt, er sízt skyldi. Alla sanna Islendinga mun það gleðja, að sjálfstæðismenn »vinni«, þótt þeir skrafi ekki margt — og til þess treysti ég ýmsum þeirra —, en þeir mega vara sig á því að »þegja við öllu röngu«! Eað gefur nú að skilja, að sjálfstæðisvinnu hefir kent á þing- inu síðasta, auk samþyktarinnar á »sambandslögunum« á hreinum konungssambands-grundvelli, er verður að telja rétta, úr því sem ráða var; því að þótt konungssambandið eigi hvorki að vera né geti verið okkur »takmark«, þá miðar þó þetta til þess að sýna, að svona sé það eina samband, er komi til greina með sam- þykki íslendinga (o: að grundvellinum til fullveldis- og jafnréttis- viðurkenning, þótt ýms mál yrði saméiginleg af frjálsum vilja).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.