Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 31
19'
Parf svo ekki um þaö að þrátta1). En hér ber að nefna »við-
skiftaráðunauta« þá, er þingið ætlast til (í fjárlögunum), að gerðir
verði út til setu meðal erlendra þjóða. Viðskiftaráðunautar — ég
ætlaði að skrifa »verzlunarræðismenn« (konsúlar), því að vísir til
þeirra eiga þeir að vera, og ef það er ekki tilætlunin, eru þeir
hégómi. Fremur er það því illa til fallið, að ísaf. og Ing. —
meðan hann var og hét — (Bj. frá V.) hafa atyrt þá, sem dirfð-
ust að ætla, að hér væri slíkt merkismál á ferðum, og þverneitað
því, að svo væri2).
Ekki aðeins ber því að vinna, heldur líka að vinna ekki —
það sem ilt er og spillir. Af því tægi er t. d. það, er Guðm.
skáld Friðjónsson ritar í síðasta hefti Eimr. um »sjálfstæði«.
Hann telur þar, í fám orðum sagt, okkur allar bjargir bannaðar í
þeim efnum; við séum svo fátækir og aumir og hefðum mátt
þakka fyrir nefndarfrumvarpið. Greinin er vel löguð til þess að
draga úr mönnum kjark, en því mega Islendingar sízt við, og að
gera slíkt, er glapræði. Menn geta ef til vill sagt sem svo, að
sé það satt, sem borið er fram, þá beri ekki að liggja á því.
Sumir munu til þess svaía, að oft megi satt kyrt liggja, en ekki
liggja þau svör hér til, því að greinin er ekki sönn, heldur fer
hún með rangt mál. Pótt auðmagn sé ekki mikið á íslandi í
einstaklinga höndum. er jöfnuður þar töluverður á dágóðum efnum
og volæði ekki h'kt því, sem á sér stað í öðrum löndum;
heftr það komið ýmsum til að fullyrða, að það þektist ekki heima,
en það mun ofmælt. Við þekkjum líka landið, aðrir en G. Fr.
Island er ekkert afhrak, öðru nær, og ástæður manna fara batn-
andi, þótt kröggur um sinn geti að höndum borið, þar eins og
annarstaðar, einkum í viðskiftalífinu. Pað er nú mín skoðun, að
við séum þegar (þótt peningaþröng sé hjá okkur nú, af því að
við erum í sambandi við Dani) svo velstæðir efnalega, að við
gætum »skilið«, staðið á eigin fótum, ef vilji á því væri nógu
x) Ekki neitt sérlegt kænskubragð var það tiltæki, að senda hingað til Hafnar-
blaða, þegar eftir er sambandslögin vóru samþykt, símskeyti um álit nefndarinnar í
efri deild (meirihl.), er gaf Dönum undir fótinn að ætla, að íslendingar myndu
jafnvel tilleiðanlegir að þoka frá kröfum sínum. Var búist við, að Danir yrðu fíkn-
ari í að verða við þeim, er þeir heyrðu þetta, — eða hvað?
2) f>ó kastaði alveg tólfunum, er núver. ritstj. ísaf. E. H. símaði til »Politiken«
— til þess að draga úr »hættunni« ? —, að hér væri aðeins að ræða um styrk til
verzlunarnema (»Handelsstipendiat«)!!