Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 33
193
hlutanum eður veikja stjórnina; mundi sjálfstæðismálið bíða af því
tjón, en um það yrðu menn að standa í þyrping. þótt »mein-
ingin« sé þannig sjálfsagt góð, eiga þó aðfarir Landvarnarmanna í
þessu rót sína í misskilningi og bera vott um tilfinnanlegan skort
á stjórnmálahyggindum. Ef ekki þegar í stað í þingbyrjun, áttu
þeir þó að minsta kosti, er ráðgjafinn nýi kom úr utanförinni í
apríl, að afmarka sér ákveðna stöðu gagnvart stjórninni og hinum
eiginlega stjórnarflokki, er þeir máttu ejgi fylla skilyrðislaust. fá
var ráðgjafinn sem sé búinn að sýna, að hann — þrátt fyrir óefað
góðan vilja í mörgu — var ærið viðsjárverður. Og við hinum
óheppilegu og óhæfu orðum hans um sldlnaðarstefnuna, meðal
annars, mátti enginn Landvarnarmaður þegja. Getur verið, að þeir
hafi athugað framkomu hans innanflokks og sagt honum til synd-
anna. En út í frá hefir þess víst ekki orðið vart að neinum mun.
Á blað hans hefir ekki heldur komið hitin rétti sjálfstæðisbragur;
greinin, sem getið er hér að framan, er ekki alt í dýrðinni, og
rétt eftir heimkomu hans stóðu þau orð í Isaf. (er virtust skrifuð
af honum sjálfum), að þótt konungssamband hreint væri það, sem
við ætluðum okkur, þá vildum við samt ekki vera sjálfstætt eða
sérstakt ríki »að fullu og öllu«! Áminningar flokksmanna, er
nokkrar hafa verið, virðast því ekki hafa haft mikil áhrif á gamla
manninn. því að auk þess sem þessi orð eru bull, þá koma þau
beint í bága við það, sem hann segir í öðru orðinu: að hreint
konungssamb. viljum við hafa, þar eð slikt samband er aðeins
á milli fullvalda, réttarlega »að fullu og öllu« sjálfstæðra ríkja.
En að okkur muni ekki takast að heldur í þesskonar sambandi að
hafa völdin í verkinu, er annað mál. — Ekki er það gaman, að
svona orð geta gefið átyllu til að hyggja, að ráðgjafi botni lítið í
því, sem hann er að tala um og ætlar sér að vinna að.
Landvarnarmenn áttu að hafast við sem sérflokkur í þinginu
— Landvarnarflokkur. Paö mátti ekki einu sinni líta svo út, sem
þeir rynnu saman við hina, er ekki geta talist Landvarnarmenn
og aldrei hafa í þann flokk gengið. Með því hefðu þeir ekki
gert sameiginlegum áhugamálum neitt ilt; þeir hefðu að sjálfsögðu
gengist undir að styðja stjórnina í öllum sönnum sjálfstæðis- og
framfaramálum. Peir hefðu myndað »samvinnu«-meirihluta með
þeim, er skipað hefðu sér næst utan um stjórnina (»Koalition«),
og er sú aðferð talin sæmandi í öllum þingræðislöndum, þegar
13