Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 39
i99
sjálfstæðismál sitt alvöru- og áhugaefni, hljóta þessar sífeldu synj-
anir og sjálfstæðisþóf við oss að fá þeim óþæginda, gremju. En
það eru sálarlög, að einstaklingunum verður illa við þá menn, er
þeir vita um, að valda sér óþæginda, þ. e. a. s., ef þeir eru með
fullu ráði eða sársaukinn stafar ekki af vangá, er óviljaverk. Sömu
lög gilda um þjóðfélög og ríki. Samkvæmt þessum miklu merkis-
lögum verður þjóð illa við þjóð, ef henni finst að hún bíði tjón
í viðureign sinni við hana, hvort sem það nú gerist með því móti,
að hún sigrast á henni í einhverjum kappleikum eða hún situr
yfir réttindum hennar. Slík eru náttúrunnar lög. Vér Danir get-
um elcki láð Tslendingum, þótt þeir kunni að bera einhvern kala
til vor. Vér hötum Pjóðverja, margir hverjir. Og mér finst það
satt að segja hreystimerki, skapsmerki, en vér megum ekki láta
það hlaupa með oss í gönur.« Honum hvarflaði í hug ummæli
Bismarcks, er einhver hældi Prússum fyrir, að svo göfug þjóð,
sem þeir, vissu ekki, hvað þjóðarhatur væri. Hann mundi raunar
ekki nákvæmlega, hvernig þau vóru. En þau vóru einhvern veg-
inn á þá leið, að þeim væri gerður lítill sómi með slíku tali. Peir
hlytu að vera miklar lyddur, ef þeir hötuðu ekki kúgara sína og
böðla. »Og Ejóðverjar kúga bræður vor Dana fyrir sunnan landa-
mærin«. — Hann vék aftur að Tslendingum. Sumir stjórnmála-
menn þeirra fullyrða samt, að þjóð þeirra beri hlýjan hug til
Dana. Hann hálfminti, að hann hefði nú fyrir skömmu lesið í
blöðunum, að einhver þeirra, gott ef það var ekki einn alþingis-
forsetinn eða ráðherrann, hefði sagt, að 99°/o Islendinga myndu
greiða atkvæði gegn skilnaði, þótt þeim væri gefinn kostur á.
Honum þótti þetta skrítið. Hvað gat íslendingum gengið til að
segja ósatt? Jafnmikil mannúðarþjóð og Danir færi ekkí að skjóta
neinn né fleygja honum í fangelsi, þótt hann segði þeim, að Ts-
lendingum væri gramt í geði við þá. Peir hefðu heyrt það fyr
og kæmi slíkt ekki á óvart. »Ætli Islendingar séu óhreinlyndir?«
spurði hann sjálfan sig. En bíðum við! Ef til viil nytu þeir gagna
og gæða af sambandinu, sem hann rendi ekki minsta grun í.
Hann mintist Garðstyrksins, er íslenzkum stúdentum væri veittur.
Hann hafði heyrt danska stúdenta fjasa og masa um forréttindi
Islendinga á honum. Pó kyntust íslendingar þar dönskum stú-
dentum. Pó að kurr væri í sumum dönskum stúdentum í garð
íslenzkra stúdenta, sakir Garðstyrksins, væri háskóladvöl Islend-
inga, ef til vill, bandið, er tengdi þjóðirnar. Pað er ekki ólíklegt,