Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 50

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 50
210 Og í þessum vísuorðum: »Upp er dagur helgra hefnda látum hana hlítum efnda, heimi runninn nú um síð, hllfðar nú er þeygi tlð!« Pó að Gísli hefði ekki ort né ritað neitt um Dani, er vér gætum ráðið af hugarþel hans í garð þeirra, gætu menn sagt sér það án þess, að þeim Islendingi hefði ekki verið vel við þá, er kvað með slíku skapi og auk þess hataði erlend stórveldi fyrir stjórn þeirra á aflminni smáþjóðum, t. d. Austurríki3), að minsta kosti þegar sá gállinn var á honum. En bæði rit hans og ljóð sýna, að hann hefir fundið til þess, hvílíkt ógagn vér höfum biðið af Dön- um. »Eydanir svelta það«, segir hann í kvæðinu »lsland og al- þing«. Enn segir hann við Jón Sigurðsson, að hann hafi séð, hve mikið búi í íslenzkum landslýð, þótt útlendingar hafi þursogið all- an merg úr beinum hans — (»Pó úr honum þroski og þrek sé kvalið af útlendum, það aldrei þver«). Par hlýtur að vera átt við Dani. í Nýjum Félagsritum 1852 er grein, sem hann kallar »Fyrrum og nú«. Hann minnist þar á þær hörmungar eyðingar- innar, er náttúran hefir sent yfir ísland, ógurlega jarðelda, er breyttu blómlegum sveitum í öræfi, og voðalegar drepsóttir', er geisað hafa yfir landið, t. d. Svartadauða. En svo bætir hann við: »0g þó er þetta ekki hið versta. Meðan landið lá í umbrotunum og gerðist heldur svefnhöfugt, sendi hin vitra er- lendisstjórn, er ráð á að kunna við flestum hlutum, verzlunarein- okið, eins og nokkurskonar allsherjarlyf, til þess sem fyrst og alt í einu að reka endahnútinn á gerðir sínar, og það er ekki henni að þakka, þó það hafi ei tekist til fulls. Verzlunaránauðin hefir gert það, sem hún gat, og það hefir oft legið nærri því, að hún yrði íslandi að hinu sama, sem maran forðum varð Vanlanda konungi, og að minsta kosti gengur nú ekki stjórnvitringunum dönsku betur að losa okkur við hana aftur, en mönnum hans gekk við möruna, því þegar þeir tóku til höfuðsins, þá trað hún að fótum, og svo grípa hinir nú altaf öfugt til. Islendingar hafa verið sviftir öllum þeim réttindum, sem einkum binda menn fast við þjóð sína og hvetja til að vinna henni gagn« (N. Fél. 1852, bls. 1—2). Hér er hann heldur andkaldur í garð sambandsþjóð- ar vorrar. En hann er svo gætinn, að hann segir seinna í rit- gerðinni — ekki óskynsamlega: »Vér höfum ekkert á móti Dön- um sjálfum, að svo miklu leyti sem þeir vilja vera Dan-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.