Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 51

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 51
21 1 ir1), og þá óskum við þeim alls góðs, en hitt hefir okkur heldur þótt undarlegt, er þeir hafa sagt oss, að vér værum líka Danir« o. s. frv. (bls. 18). Fáir hafa farið meiri stóryrðum en Gísli um ógæfu þá, er oss hefir staðið af Dönum, þar sem hann segir, að einokun þeirra eða einvaldsstjórnar þeirra hafi verið oss verri en skæðustu drep- sóttir og jarðeldar, og legið hafi við, að hún gereyddi landið að mannfólki. Pað er víst óþarfi að minna lesendurna á, að maran, að sögn Snorra, drap Vanlanda. Eg mintist áðan á stjórnmálamóð og sjálfstæðisákafa lands- manna um þjóðfundarleytið. Kveðskapur þeirra tíma bergmálar hitann í sennum manna um þau efni. Bólu-Hjálmar orti Bjóð- fundarsöng, hið mesta kraftkvæði, og er meiri sársauki í kúgun- arópi þess en flestu, er ort hefir verið um áþján landsins. Eng- inn hefir málað jafnlíkamlega og litsterka mynd af hörmungar- ástandi þess og heljarnauðum. Lýsing hans á því verður að mynd af kjörum sjálfs hans. Móðir vor, Island, er að kalla kom- in í kör, ekkert eftir af henni nema skinin beinin. »Móðir vor, — — hnigin að æfi kalda kveldi, karlæg nær og holdlaus er«, Hendur hennar eru »hnúaberar, kvaldar af kúgunum«. (Við stofnun jarðabótafélagsins í Húnavatnssýslu). Sjálfur sver hann að flytja ekki burt af jörðinni, meðan móðirin er dauðvona við rúmið eða í því, hvað svo sem það kann að valda honum mikilla óþæginda: »Skrípislæti skapanorna skulu ei frá þér villa mig« — »Ég vil svarinn son þinn dyggur samur vera í dag og gær«. Ut yfir allar hörmungar tekur, ef sumir synir hennar eru henni ódyggir. Pað er þyngra böl, en þó að víkingar færu um land hennar og brytjuðu niður fólk og fénað: »Ef synir móður svíkja þjáða, sverð víkinga mýkra er«. Hann biður þeim allrar ógæfu, er svíkjast um vinnuna fyrir hana eða gefast upp að hjálpa henni. Hann myndi ekki hvika við að reiða smiðjutangirnar, hvítglóandi út úr eldinum, til höggs á þann, er genginn er frá vinnu sinni, kominn heim að smiðjudyrunum og húkir, ef til vill, aðgerðalaus á þröskuld- inum, né víla fyrir sér að kveða slíka drengi ofan í langelda hel- vítis: «Grípi hver sitt gjald í eldi, sem gengur frá að bjarga þér«. það má sjá af þessu, að Hjálmari hefir ekki verið betur við danska íslendinga en óvini hans, Bjarna Thórarensen. Og x) Leturbreytingin gerð af mér. Höf. 14*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.