Eimreiðin - 01.09.1909, Side 54
214
en svo, að hann er allur á þeirra bandi. Hann yrkir ferskeytlur
um frændur vora »Gorms á grund«, er biðjast ekki griða (Ljóðm.
I, 40). Hann kveðst óðara leggja til liðs við þá, ef hann væri
maki Orms sterka — annars af og frá, að hann haldi til liðs við
þá. Petta er eitt hið fyrsta, er ég kann að segja af ástum Matthí-
asar og Danmerkur. Annars er eftirtektavert, að samúð íslenzkra
skálda hallast á sveif með Dönum, þegar þeir, smáþjóðin, lenda
í styrjöld við voldugar fjandþjóðir •— og það samúð sömu skáld-
anna, sem verið hafa hvað níðskældnust um þá. Bjarni orti her-
hvatir til þeirra, svo illa sem honum var við þá, þegar hann orti
Ældgamla Isafold«. Slíkur Danafjandi sem Jón Thóroddsen hefir
skap til þess að ráðast í stríð með þeim. Matthías vill feginn
berjast með þeim — raunar með þeim skilmálum, að hann
væri orðinn að öðrum manni. Þykir mér hjálpfýsi hans minst og
henni óljúfast að leggja mikið í sölurnar. Manni koma í hug orð
Gísla Brynjúlfssonar, að Islendingar séu ekki mótfallnir Dönum
»að svo miklu leyti sem þeir vilja vera Danir«. Það er
sem skáldin séu þannig skapi farin.
Haustið 1865 héldu Islendingar í Kaupmannahöfn samsæti.
Þar var þetta sungið:
»Sú var tíð, er ánauð hófst hin arga.
Ögra tóku svartar dísir þrátt.
Sú var tíð, er sneypu fyrir marga
snjór á jöklum hefði roðna mátt.
ísafold, er sól þín huldist húmi,
háðung mæddi, grætti neyðin sár,
hreystiþjóð varð krept í kararrúmi,
kalda hlekki vættu geðlaus tár.
Margar aldir möru varstu troðin,
m)T:krahrollur skóp þér napran blund,
höfgum stírum falst þér röðulroðinn.
Rís til verka, nú er árdagsstund!«
Þess þarf varla. að geta, að Steingrímur hefir ort. Það er
reiður maður, er slíkt kveður. Fyrri sjálfstjórnarbaráttan var þá
tekin að gerast löng — þá vóru ekki nema 9 ár eftir. Pað má
sjá af kvæðinu, að áhugasömum íslendingum hefir þá verið tekið
að gerast skapþungt, verið farið að gremjast þófið. Móðir ísafold