Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 59
219
Pað er einkennilegt að hitta landsréttindakenning Jóns Sigurðs-
sonar á þessum stað og í þessum búningi. Þetta kvæði er ólíkt
öllum íslenzkum stjórnmálakvæðum, að því leyti, hve það er þýtt
og blítt. Og engum er ámælt. Matthías deilir ekki við drottinn
sinn.
En það gengu ekki allir eins bljúgir undir boðorð örlaganna
og hann. Sjaldan hefir hatrið á erlendum yfirráðum og kúgun
logað eins bjart og þá. »Og ánauð vér hötum, því andinn er
frjáls, hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls«, segir í Vor-
hvöt. Um þetta leyti urðu æsingakvæði Jóns Ólafssonar til, Is-
lendingabragur 1869, þar sem Danir eru kallaðir »þjóðin in arma
og hamingjuhorfna« og sagt, að hún vilji stela frá oss sdieillum
og frelsi« og »níðingsvaldi hygst oss hrjá«. Hatur Jóns Ólafs-
sonar minnir á heift Bólu-Hjálmars. Jóni nægir ekki að skamma
Dani. Hann vill hefna sín, vinna þeim ilt á einhvern hátt. I ís-
lendingabrag vill hann að vísu veita þeim viðnám »án vopna«, en
þá vill hann rista þeim níð að fornum sið. (»Án vopna viðnám
enn þó veitum, frjálsir menn! Og ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekti tíð«). 1871 er honum samt meira í hug. Þá
virðist honum ekki ofbjóða, fremur en Hjálmari 1851, að þessar
60—70 þúsund hræður, eða hvað margir íslendingar vóru þá,
fórni fáeinum mannslífum fyrir frelsi sitt: »Víst er mál fyrir vaska
drengi veglegt byrja frelsisstríð«. »Fram í dapran dauðann sjáum
dregna vora göfgu þjóð. Pað er meira en þolað fáum, þótt það
kosti líf og blóð« (íslendingahvöt, ort í Noregi 1871), Og hann
óskar, að kvöldroðinn á Kaldadal væri orðinn að banablóði kúg-
ara landsins:
»Loftið rauðri litar glóð Fagurt væri, ef banablóð
ljóminn sunnu skæri. böðla Fróns það væri.«
Pað hefir verið skapmikill unglingur, hatin Jón Ólafsson. En fleir-
um hefir verið stórt í hug en honum um þær mundir. Stein-
grímur orti um sama leyti:
»En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð,
af beizku hið sæta má spretta.
Af skaða vér nemum hin nýtustu ráð.
Oss neyðin skal kenna það rétta.
Því jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð
í sannleiks og frelsisins þjónustu gerð.«