Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1909, Side 62
222 verður að spyrja, hvort slík vanþekking sé ekki ámælisverð, að minsta kosti hjá mönnum, sem fengust við stjórn landsins. Lesendurnir minnast þess, hvernig Gröndal lék orð til Dana í Gandreiðinni 1866. Peir sjá bráðum, hvernig honum var við þá nokkrum árum eftir það, að stjórnmálagreinar hans í Gefn komu út. En kærleikurinn virðist ekki heldur hafa verið óblandinti þenna tíma, sem hann ávítaði Islendinga fyrir, að þeir kendu Dönum alla ógæfu sína og færði sjálfur alt á betra veg fyrir þeim. Honum þykir danskur vísindamaður, N. M. Petersen, eigna Dönum heldur tnikið af norrænni goðafræði. Pá hrjóta hon- um þessi orð af munni: »Líklega er allur heimurinn skapaður í Danmörku, því það er um að gera, að alt geti orðið danskt.« ?að er vafamál, hvort það er rétt, sem Poestion segir um þessa ritgerð Gröndals í Gefn, »Frelsi — mentun — framför« —, að hún hafi verið rituð í bezta skyni til að miðla málum milli íslendinga og Dana (ein in der besten Absicht unternommener Versuch, zwischen den dánischen und islándischen Anschauungs- weisen eine Art von Harmonie herzustellen). Gefn var að minsta kosti gefin út með styrk af dönsku stjórnarfé. Porsteinn Erlings- son segir, að Jón Sigurðsson hafi um þær mundir, að eggjan konu sinnar, slett sér fram í einkamál Gröndals og svift hann atvinnu, sem hann »hafði haft hjá honum áður, svo að Gröndal neyddist til að leita fjárstyrks hjá stjórninni til útgáfu Gefnar, svo hann hefði einhverja atvinnu«. Pað er því tvísýnt, að ónot hans í garð Jóns hafi ekki verið sprottin af eigingjörnum hvötum. Og það er auðsætt, að hann hefir að minsta kosti ekki verið með öllu sjálfráður að, hvað hann segði um stjórnina í riti, sem hún sjálf kostaði. Pað varð nú að nokkru leyti að sannmæli á hon- um, sem hann sagði í Gandreiðinni: »Bezta meðal til að fá pen- inga, þegar maður er á rassinum, er það að dorga við Dani, en rífa Islendinga niður sem mest«. Samt hafa fáir verið betri ls- lendingar að upplagi en hann. Ærið vitni þess er hatur hans á Vesturheimsflutningum að heiman. »Eg get ekki ímyndað mér, að nokkur maður geti elskað fósturjörð sína heitar og ákafar en ég«, segir hann í Gefn. »Ekki þekki ég, held ég, neina sál, sem ættjörðin fyllir við hvert tækifæri svo mjög sem sál B. Grs.« segir Finnur Jónsson (Ritið Benedikt Gröndal áttræður). Hvort- tveggja er réttmæli. Gísli átti líka kaup við stjórnina. Hann flutti um þær mundir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.