Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 63

Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 63
223 fyrirlestra á háskólanum um stjórnarsögu Islands — og haföi danska stjórnin veitt honum féstyrk til þess. Pað er eins og hann hafi dreymt um háskólakennaraembætti í íslenzkum sagna- fræðum, meðan hann skrifaði eina greinina. Hann segir, að mis- skilningur Islendinga á sambandinu við Dani stafi með fram af fáfræði þeirra á sögu landsins. Pað sé því nauðsyn á stofnun kennaraembættis í þessari grein. Hann fór þess líka á leit við stjórnina, að hann yrði skipaður kennari í henni við háskólann og væri hann skyldur til að ferðast til íslands og flytja þar fyrir- lestra. Pó að háskólaráðið væri þessarri embættisstofnun mót- fallið, var honum samt veitt það með fyrgreindum skilyrðum. Ráðinu leizt samt vel á, að hann flytti fyrirlestra í Reykjavík um stjórnmálasögu Islands. Pað segir, að honum hafi líka verið veittur féstyrkur til fyrirlestranna í því skyni, að hann teldi landa sína á réttari skoðanir á eðli og réttarástandi ættjarðar sinnar en títt væri meðal þeirra (»Da det for nogle Aar siden blev ham overdraget mod Honorar at holde Forelæsninger over Islands politiske og historiske Forhold, blev ogsaa det Hensyn frem- hævet, at han derved kunde bibringe sine Landsmænd rigtigere Forestillinger end de i Almindeiighed have om deres Fodeos naturlige og retlige Stilling«. Aarboger for Kobenhavns Universitet i873-75, bls, 156). Pannig vóru þá lofstafir þeirra skáldanna um Dani tilkomnir. Fjárkröggur og ljóðskálda-lauslyndi ollu því, að þau gengu á danskan stjórnarmála. Báðir urðu þeir Gröndal og Gísli mjög óvinsælir meðal Islendinga af þessuum ritsmíðum sínum. Gröndal segir, að menn hafi talað við sig, eins og hann hefði drýgt glæp. í*að væri fróðleikur í því, ef einhver, sem vel man árið 1874 og sýnt er um lýsingar, segði frá því, hvað þjóðinni hugsaðist og fanst um þau stórtíðindi, sem þá gerðust. Ef slík ritgerð tækist vel, myndi hún seint fyrnast. Bað er auðskilið, að þjóðin réð sér lítt fyrir fögnuði og feginleik, er sigurinn var loks unninn að nokkru. fað er unun að lesa sum þjóðhátíðarkvæðin. Ég man t. d. ekki eftir neinu ættjarðarljóði, þar sem einlæg ættjarðarást kemur jafngreinilega í ljós og í Pjóðhátíðarsöng Steingríms á Ping- völlum, í þessum vísuorðum: »Guð styrki hvern frækinn og frjáls-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.