Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 65

Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 65
ur segir í Thorvaldsenskvæði sínu, er líka var sungið við afhjúp- unina, að minning listamannsins skuli »máttug standa — á milli tveggja bróðurlanda — sem bogi sáttmáls Bifröst skær«. Tarna bólar á brúarhugmyndinni, sem mikið var ort um á árunum 1900 —1907. En þá kemur Matthíasi líka snjallræði í hug: Úr því að slíkt frumleiksafbragð sem Thorvaldsen er kominn bæði af dönskum og íslenzkum ættum, væri þá ekki þjóðráð, að dönsku og íslenzku blóði væri oftar blandað saman? (»Heillastund, er blóð við blóð — blandast svo í einum! — Læri þar af þjóð við þjóð — þýðast ástum hreinum«). Kynbótatillögur dr. Valtýs Guð- mundssonar á Pingvöllum 1907 vóru því ekki nýmæli: »það er ekkert nýtt undir sólunni.« En þessi unaðarsæla átti sér ekki langan aldur, fremur en títt er um flestar lystisemdir lífsins. 1881 hófst sjálfstjórnarbar- áttan á nýjan leik. Pá fer hka aftur að brydda á óánægjunni við Dani. 1884 yrkir Benedikt Gröndal kvæði til Norðmanna (»Vestan um haf«). Hann er nú ekki eins trúaður á góðvild Dana og hann var í orði kveðnu í Gefn. Nú segir hann, að þeim sé dill- að, ef þeir geti att íslendingnm saman. Dapur tregar hann Jón Sigurðsson. Nú er enginn, er varni sundurlyndi vor á meðal (»Dáinn, ertujón! — Dáðlaus þjóð um Frón. — »Divide et impera« — Danskurinn hlær, og dregur alt með hægðarleik í sundur«). Pótt ég viti það ekki með vissu, þyldr mér sennilegt, að það hafi verið á þessum árum, að Hannes Hafsteinn orti eitthvert bezta kvæði sitt, »Við Geysi«. Hann lá eina nótt í votu grasi við hverinn. Hann segir, að þá hafi öll kúgun liðinna alda legið sem bjarg á brjósti sér (»011 feðranna kúgun sem bjargþyngsl á brjósti mér lá«). Eað veit hamingjan, að skáldið hefir ekki verið öfundsvert af þeirri nótt. Pað sýnir, að menn hafa ekki gleymt hlekknum, þótt hann væri leystur að nokkru. 1885 og 86 var stjórnarskrárbreyting samþykt, en harðlega synjað staðfestingar af stjórninni, sem kunnugt er. Pá er sem hið forna Danahatur blossi upp að nýju. 1887 orti Eorsteinn Erlingsson Raskskvæðið fræga, eitt hið níðsnjallasta kvæði, er vér eigum. Það hefir ekki verið lítill hitinn í hatrinu, er hann varð að björtu báli, þegar minst var dansks mikilmennis, er unni Is- landi og starfaði að endurreisn bókmenta þess og tungu. Nú er sem gömul sár ýfist upp. Vér höfum aldrei haft nema ógæfu af Dönum: »Fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf,« — »þaðan

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.