Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 66

Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 66
226 vér áttum þann fögnuð að fá, sem fæst hefir komið af góðu.« Mörgu dýrmæti hafa þeir svift oss, t. d. fornritum vorum: »Pað blóð, sem þeir þjóð vorri útsugu af, — það orkar ei tíðin að hylja: svo tókst þeim að meiða hana, meðan hún svaf —- og mjög vel að hnupla og dylja. — Og greiðlega rit vor þeir gintu um haf — það gengur alt lakar að skilja«. Pað er merkilegt, að skáldin minnast ekki oftar á missi skinnbókanna en þau gera, svo sárgrætilegur sem hann er. En rangt er að kenna Dönum einum um hann. Sumir merkis-Islendingar hafa gengið rösklega fram í að flytja þær út úr landinu, t. d. Brynjúlfur Sveinsson og Pormóður Torfason, að ógleymdum Árna Magnússyni. — Og Porsteinn er ekki eingöngu reiður Dönum fyrir viðskiftin í gamla daga: »Glögt er það enn hvað þeir vilja«, segir hann, og er ekki vandi að sjá, við hvernig lagaðan vilja skáldið á. I kvæðinu um Jörund Hundadagakóng hefir byltingahugur Porsteins flogið ioo ár aftur í tímann og brugðið á sig gervi þessa danska æfintýramanns. Á því kvæði er sýnt, hvað Porsteinn vill um sambandið: losast við það, skilja. Jörundur er stjórnmála- maður að hans skapi. Hann getur sagt með sanni um sjálfan sig, að »þjóð, sem var fangin um fimm hundruð ár — úr fjötr- unum leysti mín hönd«. En uppreistarlundin sést þó bezt á því, að það er huggun Jörundar, »ef einhver á mannsblóð og þor, — og þyki honum smánin og svipuólin sár, — þá sér hann hvar liggja mín spor.« Hún sést líka vel á því, hve Torsteinn er gram- ur íslendingum fyrir linlegt fylgi við Jörund. Peir hugsa ekki um að hasla Danskinum völl, er Jörundur er fluttur burt. Öðru nær. Vályndi múgsins hlakkar yfir því, er Bretar leiða hann bundinn ofan eftir bryggjunni: »Pér hefði orðið flökurt að horfa þar á — svo hundflatan skrælingjalýð.« Og fár hefði getað séð það á hermannasveit Isleifs Einarssonar, er berjast áttu við Jörund, að »þeir væri kúgaðir komnir í heim — og kaghýddir langt fram í ætt« (af böðlum danskra valdsmanna, sem Jörundur losaði þá und- an »hálfs annars mánaðar stund«). Eað er gamla sagan af þræls- lund íslendinga og hugleysi við Dani. Mér þykir ólíklegt, að það sé tilviljun, að »Arfurinn« er í Pyrnum prentaður á eftir kvæðinu um Rask, er hneykslinu olli 1887. Par er ágæt orsakaskýring á Danahatrinu. Arfurinn er sögulegar endurminningar af kúgun /'rfeðranna: Pær tendra

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.