Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 74
234
5)(B1.22i)GreinarGísla vóru endurprentaðar 1889: »OmIslands statsretsligeForhold
tilDanmark«. Arnljótur Ólafsson hefir ritað formálann. Um þá báðaþyrfti að skrifa
rækilega. Hvað svo sem um Arnljót má segja, er hann svo girnilegur til sálar-
fróðleiks, að það væri gaman að fá ýtarlega lýsing á honum. Æfisaga Ólsens er með
öllu ónóg.
í einhverju af næstu Eimreiðarheftunum tek ég aftur til sögunnar, því að
margt er óritað enn. En það sem komið er, nægir til að sýna, að þeir gerast
sekir um mikil rangmæli — mér liggur við að segja argvítugustu hræsni, — er
skjala það við Dani, að engin óvild né þykkja ríki í garð þeirra á Islandi.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON.
Rit sj á.
BARNABÆKUR ALÞÝÐU. Akureyri 1907—9.
Frá bókaverzlun Odds Björnssonar á Akureyri hafa oss verið send-
ar 3 slíkar barnabækur, og eru þær:
1. Stafrófskver, eftir séra Jónas Jónasson, með 50 myndum.
2. Barnagaman, til afnota við fyrstu leiðbeiningu í lestri, stafir
á spjaldi, sem klippa má út og börnin svo geta leikið sér að að setja
saman eftir vild með hjálp fullorðinna.
3. Smásögur handa börnum og unglingum.
Frá öllum þessum kverum er vel gengið og virðast þau vel hent-
ug til þess, sem þau eru ætluð til. Þó skal þess getið um smásögurn-
ar, að oss finst að valið hefði getað tekist betur. Að vísu verður því
ekki neitað að sögurnar eru yfirleitt við barna hæfi, nema síðasta
greinin, sÞjóðviljinn*, sem heldur er ekki nein saga, heldur altofþung-
lamaleg ádrepa um sannan og ósannan þjóðarvilja. En það sem oss
þó þykir einkum að, er að verið er að velja sögur um drauga og
púka handa börnum. Draugatrúin hjá íslenzkri alþýðu hefir gert svo
mikinn skaða og er svo mikið eitur fyrir barnssálirnar, að forðast ætti
sem heitan eldinn að láta börn nokkuð lesa eða heyra um drauga.
V. G.
STURLUNGA SAGA I. Búið hefir til prentunar Björn Bjarna-
son. Rvík 1908. (Kr. 1,60).
Það er fyrri partur Sturlungu, er hér birtist í ódýrri íslenzkri út-
gáfu sem framhald af safnsútgáfu Sigurðar Kristjánssonar af íslendinga-
sögum, og mun margur grípa við henni fegins hendi. Því þó mikil
nautn sé að lesa hinar eldri íslendingasögur og snildin á þeim mikil,
þá ber þó Sturlunga að sumu leyti af þeim öllum saman. Má vera,
að hún þyki ekki eins skemtileg eins og sumar hinna, sem meira hafa
af skáldblænum yfir sér, en hún hefir aftur þá miklu yfirburði yfir
þær, að hún er sannsöguleg, rituð af samtíðarmönnum um þá við-
burði, sem gerðust á þeirra eigin dögum, og segir um leið frá einum