Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 2

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 2
2 jörð Tegnérs) einhver mesti brag-snillingur Norðurlanda, Gú- stafFröding (f. um 1860). Hann varð þó snemma geðveikur (um 1900) og hefur ekkert kveðið síðan. fykir mér eiga vel við að minnast hans hér með fáeinum orðum, úr því helzta sýnis- hornið, sem ég sendi Eimr., er af kveðskap hans. En miklu nánar þyrfti að lýsa bæði honum og öðrum höfuðskáldum Svía, sem nýdánir eru eða enn lifa, svo sem þeim V. Rydberg (f 1895), Snoilsky (f 1903), Á. Strindberg, hinni miklu hamhleypu, og Selmu Lagerlöf. Einn fagurfræðingur Svía segir um Fröding: »Sá sem hyggur, að Fr. hafi látið bezt að yrkja gamankvæði, misskilur það mikla skáld. Fr. yrkir mest um mannsins dýpstu rök, og andi hans fer langferðir í tíma og rúmi. Einarðara skáld getur ekki, og ávalt er hann sjálfum sér líkur. Hann er óvæginn andi og skáld efans; þjáðu sál hans snemma firn og fellibyljir. Ekkert ljóðskáld mátti við hann keppa, í braglist, meðan hann hélt sér heilum«. Eftirtektavert er, að allmörgum skáldum Svía, síðan V. Rydberg leið, virðist mjög svipa til íbsens hvað vantrú materíustefnunnar snertir — án þess að verða guðs varir í tilverunni, eða snúa við inn á braut vonar og lífsgleði. Sú stefna eða lífsskoðun er nú kölluð >‘/in du stéc/e«- eða »deca- dence«-stefaa.. Eg hefi í höndum sýnishorn af kvæðagerð 8 hinna yngstu ljóðskálda Svía, er öll hafa kveðið síðan þessi öld hófst. 011 fylgja þau áminstri stefnu, og eru þó talin rómantisk í anda og efni — eins og skáld Svía voru í byrjun fyrri aldar. Mest finst mér vænta mega af þeim Ossian-Nilsson og Österling. Ónefnd eru enn nútímaskáldin Karlstedt, Heidenstam, Lever- tin, Gejerstam og fh, sem helzt hafa ort og ritað — og yrkja enn — um fósturlenzk efni og fyrir hina upp-vaxandi kyn- slóð. Yfirleitt má segja, að svo eiga Svíar marga listamenn til skáldskapar eða til að þýða höfuðskáld annarra þjóða, að minna en helmingur nafna þeirra má rýmast í svo stuttri ritgerð. Að endingu vildi ég hér taka fram, að þótt mér — á gam- als-aldri — kunni að hafa allvel tekizt að íslenzka efni kvæða þeirra, sem hér birtast, svo og að mestu frumhætti þeirra, þá hefur mér miður tekist sú list, að geta sýnt greinar-mun skáldanna, að því er snertir þeirra sérstöku list og listarblæ —• sama greinar-mun meina ég, sem samlandar þeirra einir finna. Petta er mikið mein, sem sársjaldan tekst að græða; hvorki Jónas Hallgrímsson né Sveinb. Egilsson gátu það til hlítar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.