Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 3

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 3
3 — nema þeir styddu sig við íslenzka háttu og hugbrigði. Pannig þekkir enginn Islendingur þá Burns eða Heine, fyr en menn lesa ljóð þeirra á þeirra tungum. Og þannig sjá ekki útlendir lesendur af þýðingum þeirra Ólafs Hansens eða Poestions »aðgreining höfð- ingjanna« hjá oss, heldur mun þeim finnast, að vér allir syngjum með sama nefi, hvað braglistina snertir. Enginn þýðir annarra skáldskap að gagni, nema hann sjálfur sé skáld. En það er ekki nóg. Skáld, sem þýðir skáld, verður að kunna, meðal annars, að stilla vel og stýra afli sínu — eins og góður glímumaður, sem ýmist dregur af sér eða sækir sig, eftir því, hvort hann fæst við barn eða berserk, og hvað sem er þar í milli. Pá má bezt tak- ast þýðing, þegar tunga þess, er þýðir, hefur sviplíka orðgnótt, og ekki minni, en frumskáldið hefur haft. Eftir þetta örstutta yfirlit set ég hér nokkur sýnishorn af ljóðum sex sænskra skálda. I. KARL SNOILSKY. í. Eiríkur fjórtandi■1). (Frægt sönglag í Svíþjóð). Undir veifum léttisnekkjur líða, Löginn fagra gylla aftanský; óma lúðrar, andar sumarblíða, anga bjarkir, speglast vötnum í. »Stillið árar, höfum hljótt á sæ, heilög nóttin faðmar láð og lög og bæ. Lygnt á Legi nú, lúður þegi þúl« Nú lætur Eiríki lífið. Horskur sjóli hreyfir gígju sína; hana styður silkivarið kné; Sjafnarmál í hönduin konungs hlýna hlymja strengir, ómar sedrustré. o: Svíakonungur 1560—6S. Varð brjálaður og dó í dýflissu af eitri 1577* Hann var gáfumaður mikill, en vanstiltur og auðnulítill. Hann unni Karenu Mánsdóttur, fátækri stúlku, og gerði að drotningu sinni; varð hún svo helzta fró hans í fangelsinu. I*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.