Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 4

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 4
4 Karen unga hljóminn hlustar á, hnígur tár af svannans blíðu gullinbrá. »Dýra dísin mín, döggvast augun þín?« Nú lætur Eiríki lífib. Hræðast skalt’ ei hertogann, vorn bróður, hví skal þoka byrgja dags míns sól? Endist valdið, vinur hver er góður, vélar enginn frá mér Gústafs stól. Nú á meðan sefur drauma drótt dansinn Lofnar stíga vil ég þessa nótt, leita lukku hags, langt er enn til dags.« Nú lætur konungi lífið. Tak mér, Karen! Elsku vina, vertu væn og góð, — þá færðu Stokkhólmsborg. Seg eitt orð, og Eiríks drotning ertu, aðrar meyjar þó að deyi af sorg; Konungstignin mín er ástin ung, ofin munardraum er kórónan ei þung. þerðu augað þitt, þigðu ríkið mittU Svo lætur Eiríki lífið. 2. Jól í Rómaborg. í Suðurlanda sumardýrð ég sat í kyrð og ró, og gleymdi oft, ég átti land í ætt við frost og snjó. Eg sá ei nema sólargull og svana mjúkan dún; mér fanst þar æ því fegri vist sem fölvari varð und brún. Eg bjó í Rómi, sat í sal og sá í norðurátt, er skein við augum hvolfið hlýtt, sem hafið silfurblátt. Að húss míns svölum lundur lá og lóðin sumargræn; við laufin dimm sem lýsigull mér lýstu aldin væn.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.