Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 6

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 6
6 Guð blessi þetta hús og hvern, er hreinn sem barn í lund af hjarta þakkar hverja gjöf, sem helgar þessi stund. — Ó, veiztu, hver við hlið þér er, með hlýrri barnatrú? Æ, það er hjartans hugur minn, sem hjá þér sveimar nú! Og þið, sem unnist eins og ber og eigið gleðistund, er lítið yfir hýran hóp, sem hnýtir mund við mund: Pið ætlið það sé útifugl, sem ykkar rúðu slær, en það er hraknings-hjartað eitt, sem hnipið kemst ei nær! j. Þjónandi bróðir. Pú finnur á ferðalagi að flest er þér gert í vil, alstaðar hús eða hagi, og hvað, sem þú vilt, er til; að kveldinu beðurinn búni þín bíður með hlýjasta dúni og hægindi á hvortveggja hlið. Sof vel, þinn vinnandi bróðir, hann verndar þinn næturfrið. Hver þá? Þann manninn í minni þú mundir ei enn hafa fest, hans hönd er með hrufóttu skinni, hjá höfðingjum sjaldan hann sezt. Hann leynist sem lampans andi, en ljómandi er alt í standi. Hann gerist rnest kunnur sem gagn; en enginn veit, hvað mörg höfuð hann hefur og allskonar magn. I húsinu handa þér inni er hvað eina fágað og nýtt, þú hreykist af hamingju þinni, þitt hálslín er skínandi hvítt,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.