Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 8

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 8
8 II. GÚSTAF FRÖDING. í. Alkíbíades. Svo mæla allir: Alkíbíades er yfirtak. Og hvað er sagt um hundinn? Já, það er víst, að hann er hverjum fremri og æðstur allra evþatrída}) vorra; en slíkur hundur sezt ei undir sólu. fví sjáum eyrum, lítum augun, trýnið, og þá ei sízt á þykkva skottið, skottið! Pú sérð, vor ítri Alkíbíades, að allur lýður tignar þig og dáir, og það er víst, að allir menn þér unna. »Pú þekkir eigi Aþenuborgar lýð! En úti í Spörtu er áræðið og vitið nóg til, að seld sé herstjórn manni í hendur. En hér þarf hest og hund og fríða konu, alræmda snót, ef ná skal veg og völdum. þú þekkir mig ei — mann, sem leikur sér að drýgja dáð, sem djúpvitrustu garpar, þótt allri orku beiti, aldrei megna.« Eg veit ei, hvort þú veizt, Alkíbíades, að nú er enginn angurgapi sagður ljótari en þú, inn leiði bragðakarl, þú heitir hundaspillir, rófurænir! Hvað kom þér til, er allir áður dáðu, að höggva skottið hundsins: frægðar þinnar? »Pað kom mér til, að alt of lengi þögðu Aþenumenn um Alkíbíades. Fallinn er hver, sem fólksins tunga gleymir. En hinn, sem allir benda á og blína um borg og torg, og þótt því valdi hatur, hann er ei fjærri hershöfðingjans sæti.« x) Svo kölluðust aðalsmenn í Aþenuborg.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.