Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 9

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 9
9 Pú heldur áfram stefnu þrjózku þinnar, ab troöa fótum feðra þinna siðu; þú hrópar goðin, hæðir lög og rétt, og helga dóma smáir þú og níðir. ^þú apar eftir lýðsins lög og venjur! Eg fylgi lögum sjálfs mín sálar. því að oss Seifur gaf þá fýsn, er allra fyrst í móðurkviði manni vekur löngun til lífs og ljóss. Og fýsnin þessi fékk mér frelsi til þess, að fara sem mér sýnist með goð og eld, og alt sem aðrir hræðast.« þú yíirgefni Alkíbíades! Vér þekkjum vel þín vélráð móti Spörtu, gegn þinni þjóð, og þinni fósturborg! Pú gleymir Nemeszs1), þú gleymir Moiru:2), sem sekan slær og sekum varpar niður í Undirheim, og launar fals og fjörráð! »þá er nú fyrst að freista þess, hvað Moira kemst lengst að sigra vilja og þrótt ins vaska. En Orkoss) vil ég sjá. Eg verð að vita, hvað myrkraríkið megnar — fyr en ég kveð ljóssins heim og leita hærri stöðva og lífs og hróss hjá föður mínum Seifi!« 2. Narkissos. Á lindarbökkum sveinnin sjúki stynur og saknar skuggans; nóttin er hans vinur og blæju hylur bleika unglings mynd. En rísi sólin, sér hann sína vanga í sorgarskugga visna daga langa, unz vonarlaus hann verður beinagrind. Hann engist saman, æsku horfinn móði, því óðum þverrar fjör í sjúku blóði, L) Refsinorninni. 5) Banagyðjunni. 3) Undirheim.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.