Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 13

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 13
i3 En Salómon frá Salamanka segir þá meb orðin byrst: »Enginn »skóli«, blessuð Blanka býr í Júans konst og list«. xPeytispjaldið þenur skanka, þykist mála hvað sem er fortíð, nútíð, fagra Blanka, finst honum jafnt ab hæfi sér.« »Kalt og heitt, hið hrausta, kranka, hlátur, grát, sem fyrir ber, marið, barið, mærin Blanka, málar hann að gamni sér. Realiskan rennir planka, rómantiska krotar fjöl; engin heildar eining, Blanka, í hans list er manni föl.« Segið honum, svása Blanka, svarið mitt: Hann éti söl! Aldrei kemst í þursans þanka þessi litla, skorna fjöl. 8. Bannaí)ur afréttur. Hann sat hjá mér og sagði frá hvað séð hann hefði fyr á dögum, og einkum heyrt af ástasögum, þá ungur var og margt gekk á. »?að var brúðkaupsdagur, boðin þjóðin snjöll úr borg og sveitum, fjöldi mesti. Brúðurin sýndi brúðkaupskjólinn og brosti glöð sem morgunsólin, en meyja fjöld í hring um hana, með hundrað kransa, eftir vana, úr liljum þeim, sem litka völl.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.