Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 14

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 14
14 En fegri voru fljóðin þó: úrval af töntum, systra-, bræðra-börnum, blíðum og þýðum, státs- og gleðigjörnum með jólasvip og jungfrúró. En næsta morgun varð mér á að villast, — veröldin hélt af fyrirlögðu ráði, — en haldið þið ég hamast vildi, tryllastf Nei það var ógát, eins og var að vonum: ég var í miðjum svefnrofonum. Eg opnaði óvart dyr, sem aldrei gerði eg síðar eða fyr. En þá kom uppþot! Ó það fum, þeir skrækir! Alt lá í bendu, alt á ringul-rei’, — sem ruglist saman ull og hey — fljóðin og fötin, fleira nefni eg ei. Eau óhljóð og þeir látalætis kækir! — Og þar stóð hún, og heldur þóttist særð, í hálfan annan sokkinn færð, hún frænka mín, hin fagurleita, glaða, Ástríður, kölluð Aða, örvingluð, ærð. Hún skæri þreif og skipar: »Brott með hraða!« Eg lét sem heyrði’ ei hvað þær voru að segja, en horfði á fótinn, brosi og segi: »Meyja, stiltu þig, barn! Hver stúlka á kálfa, bein, og státin brjóstin — eins og sálin hrein. Eða manstu ekki, Aða, að eitt sinn varstu að baða, en þú varst ung og einf Og því er þér ei sama, sCm þykist orðin »dama«, með alla vöðva vaxna þér til frama, þótt sjáirðu ungan sveinf« — Aftur hróp og kvein hjá hverri silkirein. En ég stóð kyr með kuldaglott á vör, þótt kjarnyrt fengi svör,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.