Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 18

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 18
i8 Ó, sldn mér í ljósinu háleit og hlý sem himininn brosi við ský! Eftir þráða, engum háða, ílöngun hjartans, mín hróðrarðís, þinn skrúði er svás eins og sólfáður ís! Mitt inndælast yndi, sem ávalt ert ný, eins og lilju-rós er þitt hörund og hý! /ý. Gyðingurinn gangandi. Hinn gamla Gyðing sá ég þó um síðir — hinn sögum-kunna fáránlega hal, en ekki þann, sem alla hluti níðir og öllu blótar, jörð og himinsal, og þrengir lýðum þennan táradal. Að kvöldi dags um haustið hér um árið ég hvíldi mig á fögrum berjamó er ekran bergði aftan-dagga tárið og út við sandinn bárati reis og dó, og minti’ á lífsins völtu værð og ró. Mín hugsun var að öllu og engu dregin, en undarlega margt þó fyrir brá, er lá ég hugsi, horfði niðr á veginn, og hálfur milli svefns og vöku lá —. þá alt í einu skrítna sýn ég sá. Mér sýndist móts við sendinn skógarbakka ég sæi þetta tímans reka-flak, á vöxt sem tröll, með bogið bak og hnakka, sem barinn saman eftir þrotlaust hrak, en ramlegur þó sem gamalt Grettistak. Á brautinni var bil á milli eika, það byrgði þessi risavaxni ka.il; á brám hans sá ég skapaskugga reika, sem skrifað stæði: Adams syndafall, er yfir foldu refsi-skruggan skall.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.