Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 20
20 Og karlinn fór; ég horfði lengi á hnakkann, og heyrði, hann stundum ræskti sig og hló, og loksins hvarf hann allur bak við bakkann, er blessuð sólin hneig með spekt og ró, en út við sandinn aldan reis og dó. III. ANDERS OSTERLING. 1. Hdiíb. Nú er mér lífið nærri og nú ertu, sál mín, hraust. Pað kom með blíðunni kærri og kveikti mér von og traust. I huga mér hátíð sefur með hlýjustu sumarfró, og yndið mig örmum vefur, sem alt sé friður og ró. Nú þekki ég þrautanna meining, nú þekki ég gleðinnar stund; að lokum kemst alt í eining, því alt er að mæla sér fund. »Andante« lifir og ómar í alheimsins reginkór, og heilagir undirhljómar því hjálpa, sem afvega fór. Og nú er mér lífið nærri, og nú ertu, sálin mín, hraust. Pað kom með blíðunni kærri og kveikti mér von og traust Og nú vil ég glaður geyma hin góðu fagnaðar-orð, og helgina halda og dreyma að hólpin sé gervöll storð. 2. Lofsöngurinn (hymnos). Sem alda rís af andans vöknun hafin, unaði fylt og þó af stunum kafin, eins söngsins lofgjörð svellur, rís og hnígur svífur með oss í hvolfið bláa, víða; blessuð blíða ber oss og dillar; lífið laga stígur. Sem nóttin deyr, er dagsins lítur roða, deyjandi ómur tóna fer að boða;

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.