Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 25
25 VI. OSSIAN-NILSSON. Svíýjóð. Sástu fyrri foldu stærri, fegri útsýn nærri, fjærri, víðari skóga, sæ og sund? Bak við þúsund bjarka svalir, blika nýir hálsar, dalir — aftur og aftur: Sjáðu, sjáðu Svíaþjóð, þitt móðurland! Par til heiða hækka vegir, hér inn dimmi skógur þegir: Horfð’ á alt um aftanstund; byrgðu inni alt, er sérðu, og í minni gervalt berðu, trein svo þessa sýn, er sástu, sálu þinni í vöku og blund; Bak við skógs og tjarna traðir tindra bjartar hálsa-raðir mintia á brim og báruskúm; hátt á brúnum stofnar standa, strjálir, hvítir, merki sanda, eða verðir hafs við húm. Kvöldið líður, birtan bliknar, brúnir sortna, skugginn þyknar — hann sem bráðum byrgir alt. Enn þá lýsa gráir geirar, grillir næst í bláar eyrar; nú sést aðeins næturhafið nepjulegt og dautt og kalt. Hrifin sýnist heli og dauða hrími sveipuð mörkin auða, tryltum líkist töfrasjó. Bleikir þokuskuggar skríða: Skyldi landið sólar bíða, eða þreyja ár og aldir undir slíkri heljarró? Löng er nóttin; hræðsluhrylling hrímið elur, drauma, trylling, enginn ræður Urðar rök. Fold og himin hrt'mið dylur; hvað er það, sem sjórinn hylur? Lokar himni hafið eða: himinn, áttu hvergi vök? Hvað er þögn sú? Kvörtun, klögun? Kannske hitt, hún spái dögun? Ertu, skuggi, skapadrómi? Skyldi’ ei heldur daga ljómi bak við skóga, fen og flæði, eftir dáðlaust dauðamók? — Arnsúg heyri’ eg þjóta þungan, þann er leysir heljardrungann, dynur undir Dauðahaf! Ljósíð kemur, svefni svifta Surtar neistar, til að lyfta því til lífs, sem guðinn gaf! Lítið á, hve ljósið frjálsa laugar gulli fell og hálsa, sjáið nýjan sólarbratid! Alt hið lága enn þá sefur, alt hið háa ljómi vefur. Heill þér sól; ég sé þinn morgun, Svíaþjóð, mitt fósturland! —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.