Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 26
20 Um ný orð. I. FORSPJALL. Vinur minn, Jón Magnússon bæjarfógeti, hefir nefnt við mig að finna eitthvert stutt og laggott heiti, er komið geti í stað orðsins yfirréttarmálaflutningsmaður. Hann veit, að ég hef oft talað og ritað um ýmsar nýjungar og þessvegna stundum orðið að leita og neyta nýrra orða. Pað er vandaverk. Mér hefir nú komið til hugar að lýsa þessum vandkvæðum, ef það mætti verða þeim að liði, sem ófróðastir eru, en alla mál- fróða bið ég virða á betri veg dirfsku mína. II. UM NAUÐSYN NÝRRA ORÐA. Peír eru eklci allfáir, sem elska gömul orð, en amast við ungum orðum, þó góð séu, og segjast vera á móti öllum ný- yrðum; þeirra sé ekki þörf. Pessum möunum skjátlast illa. Pað er segin saga um hverja þjóð, að kunnátta hennar og fróðleikur er á sífeldu iði, og þá líka tungumál hennar. Nýir hlutir og störf þurfa ný heiti; svo er og um nýjar hug- renningar og kenningar, hugboð, hugsjónir og hugarhræringar. Hinsvegar gleymir þjóðin og glatar ýmsum fróðleik og þá um leið ýmsum orðum, því að jafnan er það eitthvað, sem hver kyn- slóð hættir við eða leggur niður, eða breytir, en orðin, sem þar við eiga, týnast þá, eða skifta um merkingu. Pað er því fásinna að spyrna í móti nýjum orðum. Hver framfaraþjóð er til neydd að taka sér mörg ný orð í munn III. EF MANNI VERÐUR ORÐFÁTT. Manni verður orðfátt og vantar heiti á hlut eða hugrenningu, eða einkunnarorð eða sagnorð; þá er um að gera að gæta þess vandlega, hvort heitið, sem vantar, er ekki til einhversstaðar í vönduðum bókum. Ef gott orð finst ekki í bókmálinu — í orðabókum, þá er að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.