Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 28

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 28
28 danskar, og flestir mestu fræðimenn þjóðarinnar hafa gengið í danskan háskóla. Flest sem þeir vita, það vita þeir á dönsku og kunna svo ekki að koma orðum að því á íslenzku. Einu sinni fyrir mörgum árum hitti ég einn búfróðan mann. Hann hafði gengið í danskan búnaðarskóla og kunni frá mörgu að segja. >Mig hefir lengi langað til að skrifa um hestsins exte- riör«, sagði hann, »en það er so vænskilegt, af því að það eru so fá úðtrukk til á íslenzku«. Pessir menn kunna ekki móðurmál sitt, segja svo í fávizk- unni, að »ekkert sé til yfir þetta á íslenzku«, eru í eilífu orða- hraki og vilja fá að »innleiða« urmulinn allan af útlendum orðum, eða böglast við að þýða þau, þegar bezt lætur. Orðaskorturinn stafar sjalanast af fátækt málsins, heldur af fákunnáttu þeirra, sem með það fara. Orðið hornhimna er gott dæmi. Pað er auðvitað gert upp úr danska orðinu Hornhinde. Höfundurinn hefir vitanlega ekki munað orðið sjáaldur, enda þótt öll alþýða hafi það í tali sínu. Dæmin þessu lík nema sjálfsagt þúsundum. V. ÚRELT ORÐ. Ef heiti vantar og finst ekki í vönduðu nútíðarmáli, hvorki bókmáli, né mæltu máli, þá má stundum finna úrelt orð þeirrar merkingar, sem með þarf. Um langan aldur var það alsiða hér á landi að hrækja á gólfið. Einu sinni, fyrir 40 árum, kom búandmaður til skóla- kennara nokkurs í Reykjavík; kennarinn var hýbýlaprúður, hafði ábreiðu á gólfi og ílát til að hrækja í; nú hrækti bóndi á gólfið eins og hann var vanur, en kennarinn bauð honum þá að hrækja í ílátið; »blessaðir verið þér«, sagði bóndinn, »ég held að gólfið sé nógu gott handa mér«. Petta er sönn saga. Pegar kom fram yfir miðja 19. öld, fóru stöku menn í sveit- um að hafa í stofum sínum sérstök ílát til að hrækja í. Feir tóku upp þessa nýbreytni eftir heldri mönnum, en þeir höfðu vanist henni í Danmörku. Tar er hrákaílátið kallað Spyttebakke og hér var það því auðvitað nefnt spýtubakki. Síðan kom upp orðið hrákadallur. En hér var ekki þörf á nýju orði. Fornmenn höfðu ílát til

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.