Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 31

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 31
3i ég kom heim úr háskólanum og varð þess áskynja, að ég kunni hvorki að tala né rita móðurmál mitt vanvirðulaust. VIII. YFIRRÉTTARMÁLAFLUTNINGSMAÐUR. Orðið málaflutningsmaður er ekki í neinum orðabókum yfír fornmálið eða miðaldamálið. Pað mun hafa komið til á 19. öld. Yftrdómurinn var settur á stofn árið 1800 og kallaður lands- yfirréttur; 1857 sendi alþingi konungi bænarskrá um »að mála- flutningsmenn verði skipaðir við landsyflrréttinn«; það var svo gert með konungúrskurði árið eftir. Mörg önnur orð eru til, sömu merkingar, í íslenzkum bókum að fornu og nýju. Pessu eru þau helztu: 1. 1 fornritum: Málafylgjumaður (Njála o. v.), Málafylgismaður (Biskupasögur), Málamaður (Laxdæla o. v.). 2. Á seinni öldum : Málagarpur (orðabók Björns Halldórssonar 1814; Orðabók G. O. Oddsens 1819), Málaflytjandi (K. Gíslason: Dönsk orðabók), Málaflutningsmaður (P. Pétursson: Smásögur i859), Málafærslumaður (Skírnir 1879), Málsóknari (Skírnir 1879), Málfærslumaður (Auðnuvegurinn 1887), Málflutningsmaður (Fjallkonan 1888). Fimm síðustu orðin eru tekin úr orðasafni Jóns Porkelssonar. Pað er auðsætt, að gömlu orðin, málafylgjumaður og mála- maður, hafa týnst. Pegar aftur þarf á heitinu að halda, fara menn að spreyta sig á nýjan orðum. Fornyrðið málafylgjumaður er ólastanlegt, en yfirdómsmála- fylgjumaður er æði langt og óþægt. Við segjum nú dómari, en fornmenn sögðu dómandi. End- ingin -ari var þá fremur fátíð; nú er hún algeng (ræðari, þófari, vefari, ritari, hattari o. s. frv.); þessvegna má vel segja mála- fylgjari. Pað er eldgamall siður, að allir þeir, sem til Drangeyjar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.