Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 35

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 35
35 eyði »Bláa-dauða« liggja eins og torfu yfir dölunum, og nú sjá þau loks »Hvíta-dauða« herja á héraðið. Pau hafa margs að minnast. Pau eru ekki léttúðug eins og þjóðin, sem starir sig blinda á fornaldarfrægð sína — svo blinda, að hún gleymir því beiska og banvæna í fortíð sinni, gleymir því, sem lagt hefir býlin í eyði, drepið dáð úr kynslóðunum og — getur komið aftur. — Pjóðin, sem ekki þorir að horfast í augu við sína eigin fortíð. Það var sumarið 1784, sumar dauðans og eymdarinnar á Islandi. Loftið var þrungið af svælu úr eldgýgunum við Skaftá og sólin var rauð um hádegi í miðjum júlímánuði, rauð og geislalaus, eins og hálfkólnuð járnkringla. Fjöllin stóðu sveipuð blárri eldmóðu og urðu varla aðgreind frá loftinu. Pessi bláa móða fylti alla dali, lá eins og seig kvoða yfir heiðunum og gerði alt jafnblátt — sviplaust og óskýrt. Pað var eins og landið væri sokkið í bláa olíu. Enginn vindur vann á þessum endalausa bláma, hann bragaði og skalf, en færðist ekki burtu; það var jafnvel eins og allir vindar væru bundnir eða lamaðir. Loftið var mollu-heitt, súrt og fúlt, fult af einhverju, sem gerði það nærri því banvænt. Úr þessari bláu svækju ýrði við og við þéttum, smáum dropum, sem brendu menn á bert hörund, upplituðu föt manna og sviðu grasið af jörðunni. Hvert sem menn litu, var alt brunnið og brælt, svart og gróðurlaust, og hvarf í titrandi blámann fáa faðma í burtu. Betta var Blái-dauðinn — orsök og afleiðing móðuharð- indanna. Síðan eldarnir við Skaftá tóku að magnast á öndverðu sumri 1783 hafði þessi bláa ólyfjan breiðst út í loftinu. Hún kom með sunnanblænum norður yfir þverar heiðarnar, Hún kom með norð- anandvaranum utan af hafinu. Hún kom úr öllum áttum. Pað var sem landið drægi hana að sér og yfir sig. Og hvarvetna fylgdu henni feigð og firn. —- Bá var það morgun einn í júlímánuði, að maður sat í brekkunni við straumamót Svartár og Blöndu, dálítiö fyrir neðan götuna, og fjögra vetra stúlkubarn lá sofandi við hlið hans. 3'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.