Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 39

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 39
39 hans og prúðmenska vakti hvarvetna mebkend, og sagan um það, hvaðan hann væri og á hvern hátt hann heföi mist alt sitt, greiddi nokkuð götu hans, Hann kom mörgum fyrir sjónir sem einskonar píslarvottur. Á meöan hægt var að hjálpa, gátu slíkar hugleiðingar komið til greina. En þegar öll hjálp var á þrotum, hættu menn aö hugsa um píslarvætti hans. 011 brjóstgæði voru þá líka á þrotum. Neyðin og hugsuninn um hungurdauðann, sem allir sáu nálgast, gerði menn grimma eins og tigrisdýr. Með hjartalausri hörku vörðu margir síðasta munnbitann, sem þeir áttu. Húsgangarnir sjálfir börðust um það litla æti, sem hugsan- legt var að fá. Oftar en einu sinni hafði Hallgrímur orðið að taka á karlmenskunni, til að verja lítilfjörlega næringu sína og barnsins. Og oft hafði hann orðið að leggja mikið á sig, til að komast þangað á undan öðrum, sem einhverrar líknar var von. Mörgum hafði hungrið breytt í þjófa og ræningja. Menn, sem alla sína æfi höföu unnið sér brauð á heiðarlegan hátt, lágu nú í móum og földu sig, eins og refir, en réðust svo á bæina á nóttunni, ýmist til að stela eða ræna. Hallgrímur hafði oft átt í hörðu stríði við sjálfan sig, að fara að dæmi þessara manna. Á meðan kraftarnir leyfðu, aftraði sómatilfinningin honum frá því. Nú var neyðin orðin henni yfirsterkari, eða jafnsterk, að minsta kosti, en nú var dregið svo af kröftum hans, að hann kendi sig ekki mann til að standa í stórræðum. þannig hafði hann selþokast norður allar sveitir að austan og vestur um norðanlands. Nú var komið fram yfir mitt sumar og hann kominn vestur að Blöndu. Síðustu vikurnar höfðu verið átakanlegastar. Hvað var eymd- in og ókjörin, sem hann hafði horfið frá í átthögum sínum, hjá því, sem hann hafði séð síðan? Langan tíma, svo mánuðum skifti, hafði leið hans legið um hálf-eyddar sveitir. Alstaðar var krökt af mannlausum bæjum, sumum föllnum nibur, sumum rændum og brotnum. Alstaðar lágu beinagrindur af hordauðum fénaði, kindum og stórgripum — og loks af hordauðum manneskjum. Víða lágu lík inni í eyðibýlunum, sem enginn var til að sjá um greftrun á. Eað voru vesalingar, sem komnir voru langt frá átthögum sínum, höfðu dregist áfram bæ frá bæ meðan kraftarnir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.