Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 41

Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 41
4i upp í læk fyrir austan Bólstaðarhlíð og japlaðl þau, unz hann gat rent þeim niður. Skóvörpin af fótunum af sjálfum sér hafði hann orðið að gefast upp við. Pau voru úr leðri og harðari og seig- ari en svo, að hann ynni á þeim. En berfættur var hann eins fyrir þeim. Eftir þessa »máltíð« stiklaði hann með löngum hvíld- um heim að bænum, t’angað kom hann höggvinn inn í bein á fótunum og svo máttfarinn, að hann gat varla staðið uppréttur. Jafnan hafði það vakið vonir hjá honum, er hann sá vel hýstan bæ og svo var enn. En þegar hann kom heim að bæn- um, varð hann engra manna var. Bærinn var lokaður og kirkjan sömuleiðis. Pað var ekki í fyrsta sinni á þessari hörmulegu veg- ferð, að hann kom aö lolcuðum bæ. Hann var orðinn vonbrigð- unum vanur. I Kirkjugarðinum voru margar og stórar moidar- hrúgur, hver annarri nýlegri. Par höfðu menn verið grafnir. Langa stund beið hann og hvlldi sig upp við eitt leiðið í kirkjugarðinum. En annaðhvort var bærinn mannlaus, eða fólkið lokaði að sér fyrir »flækingunum«. Hann langaði til að reyna að brjóta upp bæinn og leita í honum að einhverju æti- legu, en treysti sér ekki til þess fyrir vanmætti. Úti í varpanum sá hann hræið af dauðum hundi; hann fann óstjórnlega græðgi grípa sig, og var að því komið, að hann færi að leggja sér það til munns. Undan þeirri hugsun flýði hann á stað. Hann var í al-ókunnugu bygðarlagi, hafði ekkert við að styðj- ast annað en sögusagnir manna, sem hann hafði heyrt fyrir langa- löngu. Hann náði ekki í neinn, sem gæti sagt honum til vegar, og vissi ekkert, hvert halda skyldi. Svartá réði ferð hans. Hann treysti sér ekki yfir hana, og þótti ekki bjargvænlegt, að fara upp með henni, inn til afdala. Ofan með henni fór hann með mörgum og löngum hvíldum, unz Blanda varð fyrir honum. Par þrutu kraftarnir. Og þessi mjúka grasbrekka ofan við ármótin bauð honum þægilega hvíld við barm sinn. Barnið hafði legið í móki eða dvala um langan tíma. Og enn var eins og það gæti hvorki sofið né vakað. Pað var hætt að gráta af hungri, hætt að fá hviður og engjast saman af hung- urkvölunum. Pað lá í einhverri líknarfullri værð, —- værð, sem er undanfari hungurdauðans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.