Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 43
43 á undanförnum öldum. Hvað eftir annað hefir það komið í ljós, hve báglega þessi þjóð hefir búið. Ekkert land á hnettinum hefir orðið jafnátakanlega fyrir »svipu guðs« ■— og þetta getur kom- ið enn þá. Menn hafa jafnan gleymt því, og trúað á þá heimsku, þann hugarburð þeirra sjálfra, að þetta kæmi aldrei oftar fyrir. Pað væri ekki hætt við því. En plágan kom, hvað eftir annað, og ætíð kom hún að mönnum óvörum. Og enn þá getur hún komið. Bólan er yfirunnin, Svartdauði er króaður af og Hvíti- dauði lætur undan síga. En Blái-dauði er ekki yfirunninn. Hann liggur í fyrirsát, horfir gráðugum úlfsaugum á bráð sína og er viðbúinn að stökkva á hana. Alt Island hrópar það til himinsins: Enn þá getur plágan komið. Sjá, hér eru vitnin. Island, með jökla og öræfi í miðjunni, með bygðina í hring- mynduðum kraga milli hafs og fjalla, marg-slitna sundur af illum heiðum og ófærum vötnum — það er jafn-varnarlaust gegn harð- indunum nú og það hefir verið. Framfarirnar — helber hégómi! Smámunir, sem ekkert stoða. Pjóðarbúskapurinn er ekki vitund burðugri, en hann hefir verið. Fólkinu hefir fjölgað, en efnin ekki vaxið. Menn lifa í raun og veru á grasinu eins og skepnurnar, og deyja, ef grasið bregzt um stundarsakir, alveg eins og skepnurnar. Island er enn þá norður undir heimsskauti heimsmenn- ingarinnar. Eitt eldgos með óhollu öskufalli, — einn vetur, sem varir mánuði lengur en vant er, getur lagt hálft landið í eyði. Sveitirnar ná ekki til að rétta hver annarri hjálparhönd. Eær eiga ekkert sameiginlegt, annað en lygin fréttablöð og lífsseigan landshornaþvætting. Allar samgöngur liggja um sjóinn. Ef hafís teppir skipaferðir að einum landsfjórðungi tíma úr árinu, þá deyr þar alt úr hungri. Jú, mikil ósköp! — Við erum komnir það á veg, að við get- um heyrt stunurnar og veinið hver í öðrum gegnum talsíma! Ef til vill gerir það dauðann léttari — að minsta kosti skemtilegri fyrir aðra!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.