Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 45

Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 45
45 Sólin nálgaðist ásana í vestrinu og varð lifrauðari og daufari með hverri stundu. Enginn kvöldroði, engin litbrigði á neinu. Alt var jafn dumb-blátt, sviplaust og dauðalegt. Enginn vindblær og hvergi skýjagreining. Alt umhverfis var þögn og dauði. Hvergi voru kindur á beit, hvergi geltu hundar, hvergi heyrðust kýr baula eða hestar hneggja. Pað sem enn þá var hjarandi af fénaði, var byrgt í húsum inni um mitt sumarið og látið draga fram lífið á gjöf, sem manneskjurnar voru að reyna að afia því, með ósegjan- legri fyrirhöfn. Dauðaþögn mitt á milli tveggja rausnarbæja í miðri sveit. I götunni fyrir ofan þau í brekkunni sást ekki eitt einasta nýlegt hóffar Hinar grösugu brekkur meðfram Blöndu voru öskugráar yfir að líta. Grasið var visið ofan undir rót og hékk broddurinn mátt- laus niður eins og á sinu. Blöðin og laufin voru með óteljandi brunagötum eftir eitraða dropa, sem á þau höfðu fallið. Hallgrímur lá mókandi með opin augun og gat ekki sofnað, eiginlega ekki vakað heldur og ekki hvílst, í’reytan og mátt- leysið hafði gagntekið hann. Æðin sló undur hægt í úlfliðunum á honum, en þó kiptist höndin við við hvert slag. Hann fann til brennandi þorsta, en hafði ekki mátt eða rænu til að komast ofan að ánni og fá sér að drekka. Hann var hættur að hugsa, og einhver dauðans sljóleiki yfir honum öllum. Oft hafði hann áður rent huganum yfir það, sem fyrir hann hafði borið. Nú gat hann það ekki lengur. Nú var því líkast sem honum stæði á sama um alt. Og stundum var jafnvel eins og hann fyndi varla til lengur. Undir bringspölunum á honum var harður kökkur. Pað var maginn — maginn, þetta heimtufreka líffæri, sem mennirnir eru ekki enn þá vaxnir upp úr að hlýða, hversu ógöfugt sem þeim finst það. Pessi harði kökkur tók kippi, engdi sig saman með sárum flogum, sem lagði út um allan líkamann, og gerði sínar miskunnarlausu kröfur um leið. Bessi flog færðust í vöxt eftir því sem þreytan rénaði. Hann glaðvaknaði við þau og leit í kringum sig. Hann sleit upp nokkur grös og reyndi að éta þau, en gat það ekki. Pað var að þeim megnasta brennisteinsbragð og hann kom þeim ekki niður fyrir þurki í kverkunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.