Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 56

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 56
56 vindurinn ýlfrar í Gálga og vofurnar veina langt út í ömurlegt regnmyrkriö......... — Eins og þetta lága og dimma septemberkvöld fyrir átta árum, þegar Hildur lá fyrir dauðanum. Og ég sat uppi hjá henni um stund, meðan læknirinn var sóttur. Rétti henni við og við vatn og hagræddi henni með skjálfandi hjarta .... Lá fyrir framan rúmstokkinn. Kysti hendur hennar í vanmegna örvænt- ingu. Fanst hjartablóð mitt renna við hvern svitadropa á kvala- þjáðu andlitinu. Og svarta hárið flaut um hvítan, hálfvotan kodd- ann .... Óveðrið lamdi gluggana með snörpum, skellandi rign- ingarhviðum. Allur svefn er farinn af mér. Og ég er í undarlega æstu skapi. Eg finn nálykt um alt herbergið . . . Auðvitað er það ímyndun. En ég helzt ekki við inni. Hér er of þröngt. Ég geng eftir stéttinni út í kirkjugarð. Nóttin er dauðakyr. Pungur og áfengur töðuilmur. Og deyfandi reinfanarangan af leið- unum. Heit sumarnótt — — — Eg hrekk saman við glamrið í stígvélahælunum á steinunum. Og hjartað berst órólega. — Pað má ekki hafa hátt . . . Hildur Grímsdóttír. Fædd 20. júní 1878. —■ Dáin 3. júlí 1905. .......Eg sezt á leiðið. Grúfi mig yfir legsteininn í sárum, grátlausum ekka. Margra ára söknuður brennur í mér. Og sárs- aukatilfinning, eins og ótal nálastingir, hleypur úr handleggjunum fram í fingurgómana. En brátt kemur yfir mig stirðnuð ró. Allar taugar eru óeðli- lega spentar. Kuldatitringur fer um mig við og við. Eg veit ekki hvað lengi ég lá svona. Eg kom til sjálfs mín aftur við létt skóhljóð. Og leit upp .... Pað var Hildur. Ef öðruvísi hefði á staðið, hefði ég sjálfsagt orðið forviða. Haldið, að ég væri ekki með öllum mjalla. En svo var ekki nú. Eg fann, að þetta hlaut að koma .... Fanst það jafn eðlilegt, eins og að gamall vinur heimsækti mig. Hún var í hvítum, hálfgagnsæjum andaklæðum. En annars eins og hún átti að sér. Ofurlítið rjóð í andliti. Og augun glömp- uðu í fjarlægum, bláum bjarma. Rétt hjá henni stóð maður og horfði á hana. Mér hnykti

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.