Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 57

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 57
57 við . . . Hvar hafði ég séö þenna mann áður? Ég vissi, að ég þekti hann. Alt í einu rann upp ljós fyrir mér. Éað var ég sjálfur. I gráum sumarfötum, líkum og ég hafði notað í Höfn fyrir tveim árum. Éessi samhami minn hafði græna, enska húfu á höfðinu. Nú leit hann á mig. Pað vóru mín augu . . . En augna- ráðið svo ógurlega tómt og fjarri. Gegnsætt, steinnístandi augnaráð. Mér fanst það seiða mig. Sál mín rann inn í hann. Ég skynjaði sama og hann. Og alt jarðneskt varð sem ryk í augum mínum. En þó sat ég enn á leiðinu, hreyfingarlaus, og sá alt, er fram fór............. — þau mætast. Mynnast heitt og lengi. Hann skelfur í sár- um unaði. Og heyrir þýða rödd. Eins og þegar golan þýtur í háu stargresi seint á kvöldum .... — Pá ertu loksins kominn, ástin mín. En hvað ég hefi þráð þig. Og nú skiljum við ekki aftur. — Nei, hvíslaði hann, nú hefi. ég þig. Alveg og altaf. En illa hefir mér liðið.......... — Mér hefir leiðst svo mikið .... Hefi haft það mér til afþreyingar að ganga um alla þá staði, þar sem við höfum verið saman. Sólin hefir komið upp og sólin hefir hnigið í sjó, yfir heitum, ilmandi sumardögum og löngum vetrarnóttum. Yfir heið- um vorkvöldum, þegar óuppfylt þrá skelfur í hverju blómi og titrar í hverju fugskvaki, Og altaf hefi ég þráð þig .... Pau leiðast að kirkjunni. 1 innilegri sameining anda og líkama. Óendanleg sæla streymir um mig . . — Kirkjan er gjörbreytt .... Háir, glæfralegir smíðapallar með veggjunum, þaktir hvítleitu kalkryki . . . Og ég undrast. Éví ég man, að það var ekki svona, þegar ég kom hingað út. . . En athugunin, hin brennheita, en stirðnaða ró, fær yfirhöndina. Éau setjast á leiði. Rétt fyrir utan pallana. Ég man, að hrollur fór um mig eitt augnablik. En svo var það óðara gleymt............ Og hann fer að tala. Eins og í leiðslu. Heldur utan um hana. Og rifjar upp fyrsta morgunroða ástar sinnar. Hann hefir svo ógnarmargt að segja henni.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.