Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 60

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 60
6o Kom hin haustkalda hélugríma, skalf þá veikstilka vinur: »Svikið hefur mig sól í trygðum, nú mun ég bana bíða.« Brosti ég að hans barnslyndi, mundi’ eg eigin æsku; falla munu blöð þín bleik til jarðar, en víst mun stofn þinn standa Leið nótt, lýsti nýr dagur, huldi héla rjóður; en vininn minn, veikstilka, sá ég aldrei aftur.« Drúpir dimmviður dökku höfði, dagur er dauða nær; hrynja laufatár, litarvana, köldum af kvistsaugum. II. SONNETTA. Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, æskan er horfin, engir draumar lita ókomna tímans gráa sinuhaga. Við erum fæddir úti á eyðiskaga, eilífðarsjórinn hefur dimma vita, fánýtar skeljar fyrir blóð og svita fengum við keyptar, það er mannsíns saga. Pó hef ég aldrei elskað daginn heitar, — eilífðar nafnið stafar barnsins tunga — fátæka líf! að þínum knjárn ég krýp, áþekkur skuggablómi, er ljóssins leitar, — leggurinn veldur naumast eigin þunga — fórnandi höndum þína geisla eg gríp. JÓHANN SIGURJÓNSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.