Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 67

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 67
67 inga, sem þér eigið, heldur þá eina, sem þér einhverntíma hafið gefið burt. Hugsið þér yður nú um. Pér hafið máske einhvern- tíma gefið einhverjum beiningamanni ölmusu, þér hafið máske stundum hjálpað einhverjum fátæklingi? Fyrir hvern eyri, sem þér hafið brúkað á þann hátt niðri á jörðunni, getið þér fengið mat og drykk hérna á himnum.« Auðkýfingurinn leit í gaupnir sér og hugsaði sig um. Af og frá — aldrei á æfinni hefði hann hjálpað fátæklingi — aldrei hefði hann gefið beiningamanni ölmusu, Og sömu tveir veitingaþjónarnir ráku hann aftur út. V. G. Ritsj á. JÓN TRAUSTI: HEIÐARBÝLIÐ III. Fylgsnih. Rvík 1910. Vér höfum oft heyrt ýmsa Islendinga segja, að ekki væri von, að mikið væri um ritun skáldsagna hjá oss, því líf vort væri svo frábreytt, að skáldin yrðu í vandræðum með efni í íslenzkar sögur. En ekki virð- ist þetta sannast á Jóni Trausta. Hann er sannarlega ekki í vand- ræðum með að fá nóg íslenzk efni í sögur sínar. Hjá honum virðist óþrjótandi uppspretta af efni, eins og hjá hveijum, sem er sannarlegt sagnaskáld. Hann dregur upp hverja þjóðlífsmyndina úr sveitalífi voru á fætur annarri, og allar eru þær jafníslenzkar, — rammíslenzkar. Og hann er ekki einungis fundvís á efnin, hann er líka að verða fyrir- taks málari. Og svo eru sögur hans altaf að verða þroskameiri og lærdómsríkari, betur samanreknar, og meira í þær fléttað af þessum mörgu, vandleystu gátum mannlífsins, sem menn þrásinnis flaska svo hraparlega á að ráða, af því menn líta aðeins á yfirborðið, en grafa ekki nógu djúpt eftir orsökunum. Eitt af slíkum dæmum er líf og afdrif Péturs hreppsnefndaroddvita í sögunni »Fylgsnið«, sem er aðalpersónan í þeirri sögu, og sú eina nýja, sem nokkuð kveður að. Hinar þekkjum við allar úr fyrri þáttunum, en fáum hér ýmislegt nýtt um þær að vita. En sjálfum sér samkvæmar eru þær jafnan, hvar sem þær birtast, og er þó ekki vandalaust að gera þær svo í jafnlöngum sagnabálki, svo að ekki skeiki. En þetta hefir Jóni Trausta tekist snildarlega. Á yfirborðinu er aðalefnið í þessari sögu uppgötvun á sauðaþjófn- aði, en í rauninni er kjarni hennar miklu veigameiri, úrlausn á ýms- um mannlífsgátum, sem oflangt yrði frá að skýra, og vér þvi verðum að vísa mönnum til í bókinni sjálfri. Hún er fyllilega þess verð, að menn kynnist henni. Vér lásum hana í einni lotu og höfð- 5

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.